Abby Wambach stefnir hátt í golfinu 20. desember 2015 11:30 Wamback kom sá og sigraði á HM. Getty Knattspyrnukonan Abby Wambach lagði skónna á hilluna í vikunni en hún er goðsögn í lifanda lífi vestanhafs eftir að hafa skorað 184 mörk í 255 landsleikjum fyrir Bandaríkin. Hún fór einnig fyrir bandaríska landsliðinu sem sigraði á heimsmeistaramótinu fyrr á árinu en hún hyggur nú á að skipta fótboltanum út fyrir golfið. Faðir Wamback er meðlimur í Oak Hill klúbbnum sem hefur oft haldið Ryder-bikarinn og hún hefur sést mikið á golfvellinum undanfarið. Spurð út í golfáhugan þá segist hún einfaldlega elska golf. „Ég held að draumastarfið mitt væri að vera atvinnukona í golfi, ég væri mikið til í að vera nógu góð til þess að vinna við að spila golf. Veikleikarnir hjá mér eru upphafshöggin en ég mjög góð á flötunum.“ Wambach er ekki eina knattspyrnustjarnan sem dreymir um atvinnuferil í golfi en Jimmy Bullard, fyrrverandi leikmaður Wigan, Hull og Fulham í ensku úrvalsdeildinni hefur reynt fyrir sér sem atvinnumaður í Evrópu undanfarin tvö ár. Þá er Úkraínumaðurinn Andrei Schevchenko einnig öflugur kylfingur sem hefur fengið þátttökurétt í mótum á Áskorendamótaröðinni, þeirri sömu og Birgir Leifur Hafþórsson leikur á. Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Knattspyrnukonan Abby Wambach lagði skónna á hilluna í vikunni en hún er goðsögn í lifanda lífi vestanhafs eftir að hafa skorað 184 mörk í 255 landsleikjum fyrir Bandaríkin. Hún fór einnig fyrir bandaríska landsliðinu sem sigraði á heimsmeistaramótinu fyrr á árinu en hún hyggur nú á að skipta fótboltanum út fyrir golfið. Faðir Wamback er meðlimur í Oak Hill klúbbnum sem hefur oft haldið Ryder-bikarinn og hún hefur sést mikið á golfvellinum undanfarið. Spurð út í golfáhugan þá segist hún einfaldlega elska golf. „Ég held að draumastarfið mitt væri að vera atvinnukona í golfi, ég væri mikið til í að vera nógu góð til þess að vinna við að spila golf. Veikleikarnir hjá mér eru upphafshöggin en ég mjög góð á flötunum.“ Wambach er ekki eina knattspyrnustjarnan sem dreymir um atvinnuferil í golfi en Jimmy Bullard, fyrrverandi leikmaður Wigan, Hull og Fulham í ensku úrvalsdeildinni hefur reynt fyrir sér sem atvinnumaður í Evrópu undanfarin tvö ár. Þá er Úkraínumaðurinn Andrei Schevchenko einnig öflugur kylfingur sem hefur fengið þátttökurétt í mótum á Áskorendamótaröðinni, þeirri sömu og Birgir Leifur Hafþórsson leikur á.
Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira