Lífið

Svona lítur 560 milljóna króna bræðralagshús út - Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rosalegt hús.
Rosalegt hús.
Bræðralagshús eru mjög algeng í háskólum í Bandaríkjunum en þar búa aðeins karlkynsnemendur sem eiga það sameiginlegt að vera í sama bræðralaginu.

Á dögunum gerði Theta Chi bræðralagið við Háskólann í Flórída nokkuð skemmtilegt kynningarmyndband og leyfðu áhorfendum að skyggnast inn í húsið.

Líklega eru nokkur teiti haldin þarna á ári hverju og mikil stemning er greinilega í húsinu. Húsið er metið á 4,3 milljónir dollara eða því sem samsvarar 560 milljónum íslenskra króna. Hér að neðan má sjá myndbandið, það fer ekkert sérstaklega illa með þessa stráka þarna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×