5 nýir Saab til 2018 Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2015 10:10 Saab 9-3 Aero. National Electric Vevicle Sweden (NEVS), núverandi eigandi Saab, hefur tilkynnt að fyrirtækið muni framleiða 5 bílgerðir Saab bíla fram til ársins 2018. Sá fyrsti þeirra verður Saab 9-3 en einnig stendur til að bjóða sportbíl, jeppa, jeppling og stallbak. Bílarnir verða smíðaðir í Tianjin í Kína í samstarfi við kínverska bílaframleiðandann Dongfeng og verða rafmagnsbílar. Dongfeng hefur nú þegar unnið með bílaframleiðendunum Nissan, Renault, Honda, Kia og Peugeot og framleiddi það 3,8 milljónir bíla í fyrra og enn fleiri í ár, þó sú tala liggi ekki enn fyrir. Ekki er nú alveg víst hvort bílarnir munu bera merki Saab á húddinu þar sem NEVS hefur selt framleiðsluréttinn á Saab 9-3 til Scientific and Technological Research Council of Turkey (TUBITAK), en til stendur hjá þessari tyrknesku stofnun að gera Saab 9-3 að þjóðarbíl Tyrklands. Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent
National Electric Vevicle Sweden (NEVS), núverandi eigandi Saab, hefur tilkynnt að fyrirtækið muni framleiða 5 bílgerðir Saab bíla fram til ársins 2018. Sá fyrsti þeirra verður Saab 9-3 en einnig stendur til að bjóða sportbíl, jeppa, jeppling og stallbak. Bílarnir verða smíðaðir í Tianjin í Kína í samstarfi við kínverska bílaframleiðandann Dongfeng og verða rafmagnsbílar. Dongfeng hefur nú þegar unnið með bílaframleiðendunum Nissan, Renault, Honda, Kia og Peugeot og framleiddi það 3,8 milljónir bíla í fyrra og enn fleiri í ár, þó sú tala liggi ekki enn fyrir. Ekki er nú alveg víst hvort bílarnir munu bera merki Saab á húddinu þar sem NEVS hefur selt framleiðsluréttinn á Saab 9-3 til Scientific and Technological Research Council of Turkey (TUBITAK), en til stendur hjá þessari tyrknesku stofnun að gera Saab 9-3 að þjóðarbíl Tyrklands.
Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent