Lífið

Bjó til „geislasverð“ sem virkar fullkomlega

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Mátturinn er sterkur í þessum.
Mátturinn er sterkur í þessum.
Einhverjir muna eflaust eftir Allen Pan sem á dögunum tók sig til og smíðaði eftirlíkingu af Mjölni, hamri Þórs, sem sést meðal annars í myndum Marvel um kappann og Avengers-gengið. Pan hefur nú bætt um betur en nú bjó hann til „geislasverð“.

Strangt til tekið þá er eftirlíkingin alls ekki geislasverð þar sem að geislinn er í raun eldtunga. Eldsneytið sem skapar logann er blanda af metanóli og asetóni. Sverðið framkallar einnig sömu hljóð og sverðin í myndunum vinsælu en það er gert með litlum hátalara.

Að sjálfsögðu tók Pan, ásamt vinum sínum, upp á því að ráðast á aumingja Jar Jar Binks en hann er í litlu uppáhaldi hjá aðdáendum myndanna.

Hægt er að skoða sverðið og hvernig það virkar með að horfa á myndbandið hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Enginn reyndist verðugur - Myndband

Ungur uppfinningamaður smíðaði hamarinn Mjölni á einstakan máta og plataði fólk til að reyna að lyfta honum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×