Volkswagen e-Golf söluhæsti rafmagnsbíllinn Finnur Thorlacius skrifar 16. desember 2015 11:27 Volkswagen e-Golf er söluhæsti rafmagnsbíllinn í ár og hafa selst af honum 92 eintök og gætu orðið yfir 100 fyrir áramót. Rafmagnsbílum og tengiltvinnbílum hefur fjölgað mjög hér á landi á þessi ári og búist er við góðri sölu slíkra bíla á næsta ári. Góð sala slíkra bíla er fagnaðarefni með tilliti til umhverfismála og í takt við þau markmið sem þjóðir heims komu sér saman um á umhverfisráðstefnunni í París um daginn. Forvitnilegt er að skoða magntölu í sölu þessara bíla og hverjir seljast best. Af rafmagnsbílum hefur Volkswagen e-Golf selst best í ár, eða 92 bílar og þar á eftir kemur Nissan Leaf með 91 seldan bíl. Í þriðja sæti er svo Kia Soul með 37 bíla og þá Tesla Model S með 19 bíla. Þá hafa 14 eintök selst af bæði af Volkswagen e-up! og Nissan E-NV200. Af tengiltvinnbílum, þ.e. bílum með bæði brunavél og rafmagnsmótora, hefur mest selst af Mitsubishi Outlander, eða 37 eintök. Næst mest hefur selst af Audi A3 e-tron eða 30 bílar, þá 25 Porsche Cayenne Hybrid og 21 Volkswagen Golf GTE. Sá fjórði söluhæsti á árinu er Toyota Prius Plug-In-Hybrid en af honum hafa selst 4 bílar. Athygli vekur hve hlutur Heklu er drjúgur í sölu á bæði rafmagnsbílum og tengiltvinnbílum og á Hekla 73% allra seldra tvinnbíla í ár. Þar á bæ er svo von á fleiri slíkum bílgerðum á næsta ári, Passat GTE og Audi Q7 E-tron. Hekla hefur nú þegar selt 400 vistvæna bíla á árinu og eru metanbílar með í þeirri tölu. Hlutdeild Heklu í vistvænum bílum er 48% á Íslandi í ár. Önnur umboð landsins eru því með hinn helminginn á móti Heklu. Rétt er að skýra út muninn hér á tvinnbílum (Hybrid) og tengiltvinnbílum (Plug-In-Hybrid). Tvinnbílum er ekki stungið í samband við heimilisrafmagn og þeir fá aðeins rafhleðslu með því að binda hreyfiorku bílsins við hemlun eða akstur. Tengiltvinnbílum er hinsvegar stungið í samband við heimilisrafmagn og gjarna má aka þeim nokkra tugi kílómetra eingöngu á rafmagni. Þeir eru að auki með mun stærri rafhlöður en tvinnbílar og öflugri rafmótora. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent
Rafmagnsbílum og tengiltvinnbílum hefur fjölgað mjög hér á landi á þessi ári og búist er við góðri sölu slíkra bíla á næsta ári. Góð sala slíkra bíla er fagnaðarefni með tilliti til umhverfismála og í takt við þau markmið sem þjóðir heims komu sér saman um á umhverfisráðstefnunni í París um daginn. Forvitnilegt er að skoða magntölu í sölu þessara bíla og hverjir seljast best. Af rafmagnsbílum hefur Volkswagen e-Golf selst best í ár, eða 92 bílar og þar á eftir kemur Nissan Leaf með 91 seldan bíl. Í þriðja sæti er svo Kia Soul með 37 bíla og þá Tesla Model S með 19 bíla. Þá hafa 14 eintök selst af bæði af Volkswagen e-up! og Nissan E-NV200. Af tengiltvinnbílum, þ.e. bílum með bæði brunavél og rafmagnsmótora, hefur mest selst af Mitsubishi Outlander, eða 37 eintök. Næst mest hefur selst af Audi A3 e-tron eða 30 bílar, þá 25 Porsche Cayenne Hybrid og 21 Volkswagen Golf GTE. Sá fjórði söluhæsti á árinu er Toyota Prius Plug-In-Hybrid en af honum hafa selst 4 bílar. Athygli vekur hve hlutur Heklu er drjúgur í sölu á bæði rafmagnsbílum og tengiltvinnbílum og á Hekla 73% allra seldra tvinnbíla í ár. Þar á bæ er svo von á fleiri slíkum bílgerðum á næsta ári, Passat GTE og Audi Q7 E-tron. Hekla hefur nú þegar selt 400 vistvæna bíla á árinu og eru metanbílar með í þeirri tölu. Hlutdeild Heklu í vistvænum bílum er 48% á Íslandi í ár. Önnur umboð landsins eru því með hinn helminginn á móti Heklu. Rétt er að skýra út muninn hér á tvinnbílum (Hybrid) og tengiltvinnbílum (Plug-In-Hybrid). Tvinnbílum er ekki stungið í samband við heimilisrafmagn og þeir fá aðeins rafhleðslu með því að binda hreyfiorku bílsins við hemlun eða akstur. Tengiltvinnbílum er hinsvegar stungið í samband við heimilisrafmagn og gjarna má aka þeim nokkra tugi kílómetra eingöngu á rafmagni. Þeir eru að auki með mun stærri rafhlöður en tvinnbílar og öflugri rafmótora.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent