Umræðan um umræðuna Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 16. desember 2015 07:00 Upp úr sauð á Alþingi í gær. Eins og stundum vill gerast. Tilefnið var ummæli Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um Björk Guðmundsdóttur söngkonu og líkast til frægasta núlifandi Íslendinginn. Í viðtali við Sky-sjónvarpsstöðina kallaði Björk forsætis- og fjármálaráðherra sveitalubba. Jón greip tækifærið og velti því upp hvort Björk borgaði skatta á Íslandi og bætti um betur og sagði hana frekar daufa til augnanna á bak við grímuna, en Björk var með grímu á fréttamannafundi um náttúruvernd fyrir skömmu. Í kjölfarið skrifaði Birgitta Jónsdóttir Pírati á Facebook-síðu sína að Jón væri dónalegur tuddi og að hún hefði nánast þurft að leita sér áfallahjálpar eftir að hafa verið sessunautur hans á þingi. Þingmenn ræddu þetta mál síðan fram og til baka í ræðustól á þinginu í gær. Jón vildi að forsætisnefnd þingsins rannsakaði ummæli Birgittu og Birgitta útlistaði frekar hversu erfitt hefði verið að sitja hjá Jóni. Undir lokin fór umræðan að snúast um hvort utanríkisráðherra hefði frussað undir ræðu Birgittu. Þessi orðaskipti á þingi og hjá þingmönnum á öðrum vettvangi eru leiðigjörn. Þó þau séu langt því frá einsdæmi, og líklegast hvorki verri né betri en tíðkaðist hér á árum áður, setja þingmenn niður við þau. Jón Gunnarsson á vissulega sinn rétt á að gagnrýna þá sem gagnrýna hann og hans stjórnmálaflokk. Rétt eins og Björk á sama rétt. En Jón er kjörinn fulltrúi þjóðarinnar á Alþingi. Ummæli hans um útlit þessarar ástsælustu söngkonu landsins eru hallærisleg og ekki svaraverð. Björk hefur lengi staðið fremst í flokki baráttumanna fyrir vernd náttúru Íslands. Framlag hennar í landkynningu á Íslandi er hreint út sagt ómetanlegt og þegar kemur að náttúruvernd er hún í kjörstöðu til að ná eyrum erlendra miðla sem aðrir hafa ekki tækifæri á að ná. Hún er ekki kjörinn fulltrúi og orð sín um forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar setur hún fram í eigin nafni. Á tímum samfélagsmiðla og undraverðs hraða umræðunnar vill þetta oft gerast. Það sem gleymdist í umræðunni um umræðuna í gær var tilefni ummæla Bjarkar. Björk sagði minnihluta Íslendinga vilja útmá hálendið þegar hún ræddi við fréttastofu Sky um verndun hálendis Íslands, virkjunaráform og loftslagsbreytingar. Líklegast hefði það verið málstað Bjarkar frekar til framdráttar að sleppa því að kalla ráðherrana sveitalubba. Enda var það það eina sem stóð eftir og var til umræðu eftir viðtalið við hana á Sky. Því má nefnilega ekki gleyma að það er málstað virkjanasinnans og formanns atvinnuveganefndar fullkomlega til framdráttar að enginn ræði efnislega um þetta baráttumál Bjarkar, það er verndun hálendisins, heldur fari að rífast um hann persónulega. Það er nefnilega hægt að virkja villt og galið á meðan rifist er um sætaskipan á þingi og hver er versti sessunauturinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Upp úr sauð á Alþingi í gær. Eins og stundum vill gerast. Tilefnið var ummæli Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um Björk Guðmundsdóttur söngkonu og líkast til frægasta núlifandi Íslendinginn. Í viðtali við Sky-sjónvarpsstöðina kallaði Björk forsætis- og fjármálaráðherra sveitalubba. Jón greip tækifærið og velti því upp hvort Björk borgaði skatta á Íslandi og bætti um betur og sagði hana frekar daufa til augnanna á bak við grímuna, en Björk var með grímu á fréttamannafundi um náttúruvernd fyrir skömmu. Í kjölfarið skrifaði Birgitta Jónsdóttir Pírati á Facebook-síðu sína að Jón væri dónalegur tuddi og að hún hefði nánast þurft að leita sér áfallahjálpar eftir að hafa verið sessunautur hans á þingi. Þingmenn ræddu þetta mál síðan fram og til baka í ræðustól á þinginu í gær. Jón vildi að forsætisnefnd þingsins rannsakaði ummæli Birgittu og Birgitta útlistaði frekar hversu erfitt hefði verið að sitja hjá Jóni. Undir lokin fór umræðan að snúast um hvort utanríkisráðherra hefði frussað undir ræðu Birgittu. Þessi orðaskipti á þingi og hjá þingmönnum á öðrum vettvangi eru leiðigjörn. Þó þau séu langt því frá einsdæmi, og líklegast hvorki verri né betri en tíðkaðist hér á árum áður, setja þingmenn niður við þau. Jón Gunnarsson á vissulega sinn rétt á að gagnrýna þá sem gagnrýna hann og hans stjórnmálaflokk. Rétt eins og Björk á sama rétt. En Jón er kjörinn fulltrúi þjóðarinnar á Alþingi. Ummæli hans um útlit þessarar ástsælustu söngkonu landsins eru hallærisleg og ekki svaraverð. Björk hefur lengi staðið fremst í flokki baráttumanna fyrir vernd náttúru Íslands. Framlag hennar í landkynningu á Íslandi er hreint út sagt ómetanlegt og þegar kemur að náttúruvernd er hún í kjörstöðu til að ná eyrum erlendra miðla sem aðrir hafa ekki tækifæri á að ná. Hún er ekki kjörinn fulltrúi og orð sín um forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar setur hún fram í eigin nafni. Á tímum samfélagsmiðla og undraverðs hraða umræðunnar vill þetta oft gerast. Það sem gleymdist í umræðunni um umræðuna í gær var tilefni ummæla Bjarkar. Björk sagði minnihluta Íslendinga vilja útmá hálendið þegar hún ræddi við fréttastofu Sky um verndun hálendis Íslands, virkjunaráform og loftslagsbreytingar. Líklegast hefði það verið málstað Bjarkar frekar til framdráttar að sleppa því að kalla ráðherrana sveitalubba. Enda var það það eina sem stóð eftir og var til umræðu eftir viðtalið við hana á Sky. Því má nefnilega ekki gleyma að það er málstað virkjanasinnans og formanns atvinnuveganefndar fullkomlega til framdráttar að enginn ræði efnislega um þetta baráttumál Bjarkar, það er verndun hálendisins, heldur fari að rífast um hann persónulega. Það er nefnilega hægt að virkja villt og galið á meðan rifist er um sætaskipan á þingi og hver er versti sessunauturinn.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun