Hljómsveitin Deftones kemur fram á Secret Solstice Gunnar Leó Pálsson skrifar 15. desember 2015 07:00 Hljómsveitin Deftones hefur selt yfir tíu milljónir platna og unnið Grammy-verðlaun. mynd/getty Alls hafa 37 nýir listamenn bæst við þá tónlistarflóru sem mun taka yfir Laugardalinn 17.-19. júní næstkomandi á Secret Solstice-tónlistarhátíðinni. Meðal þeirra eru nýmetal-rokksveitin Deftones, heimsklassa plötusnúðurinn Jamie Jones, einn af forsprökkum dubstep tónlistarstefnunnar: Skream, hústónlistargúrúinn Richy Ahmed, plötusnúðahópurinn Visionquest og breski raftónlistarmaðurinn Goldie. „Þetta er bara byrjunin, við munum tilkynna um fleiri bönd í janúar. Við erum að halda áfram að toppa okkur og við lofum stærri hátíð en var í sumar,“ segir Ósk Gunnarsdóttir, kynningarfulltrúi Secret Solstice hátíðarinnar. Ljóst er að mikill áhugi er á Íslandi fyrir bandarísku sveitinni Deftones ef vafrað er um netheima en hinn sex ára gamli Facebook-hópur ‘’Deftones to Iceland’’ telur rúmlega fimmhundruð manns.Chino Moreno söngvari Deftones er á leið í Laugardalinn.mynd/gettySveitin hóf göngu sína árið 1988 í Sacramento í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum og hefur hvergi slegið slöku við síðan þá. Á meðal frægustu laga hennar eru My Own Summer (Shove It), Hexagram, Change (in the House of Flies), Back To School, Bored og Be Quiet and Drive (Far Away). Hana skipa Chino Moreno söngvari, Stephen Carpenter gítarleikari, Sergio Vega bassaleikari, Abe Cunningham trommuleikari og Frank Delgado plötusnúður- og hljómborðsleikari. Ósk segir Secret Solstice hátíðina leggja mikið upp úr fjölbreytni og úrvals tónlistaratriðum og að þannig hafi hún skapað sér sess sem ein fremsta tónlistarhátíð heims. „Með þessu line upp-i erum við að sýna að við ætlum að vera með tónlist fyrir alla,“ bætir Ósk við. Ljóst er að hvaða tónlistaraðdáandi sem er geti fundið eitthvað við sitt hæfi en hér fyrir neðan má sjá 37 ný nöfn sem hafa staðfest komu sína næsta sumar. Listinn er ekki tæmandi þar sem fleiri tilkynningar eiga eftir að fljóta inn þegar nær dregur sólstöðunum. Að ógleymdum atriðum sem hafa nú þegar verið kynnt til leiks, tónlistarmenn á borð við Of Monsters and Men, Kerri Chandler, Deetron, Droog og Lady Leshurr.Ósk Gunnarsdóttir er kynningarfulltrúi Secret Solstice hátíðarinnar.mynd/vilhelmEinnig má taka fram að heiti potturinn í formi Víking bjórglass verður á sínum stað auk þess sem fleiri nýjungar munu bætast við vegna endurröðunar á hátíðarsvæðinu sem gefur skipuleggjendunum enn fleiri tækifæri til tilraunastarfsemi. Hátíðin tekur líka á móti umsóknum frá öllum þeim íslensku hljómsveitum sem hafa áhuga á að koma fram á Secret Solstice og er hægt að finna nánari upplýsingar um það á heimasíðu hátíðarinnar secretsolstice.is. Þeir sem eru sérstaklega áhugasamir um hátíðina eru hvattir til þess að fylgja henni á Snapchat undir notendanafninu SecretSolstice þar sem birtar eru fyrstu fréttir af komandi hljómsveitum og nýjungum á hátíðinni áður en þær birtast á öðrum miðlum. Jamie Jones þykir vera plötusnúður á heimsklassa.mynd/gettyListinn yfir þau nöfn sem bæst hafa í hópinn:Deftones[US]Jamie Jones [UK]Skream [UK]Richy Ahmed [UK]Goldie [UK]Visionquest [US]Edu Imbernon [ES]Santé [DE]Darius Syrrosian [UK]Derrick Carter [US]Agent Fresco [IS]Lil Louis [US]Úlfur Úlfur [IS]Kúra [IS]Ylja [IS]Emmsjé Gauti [IS]Sidney Charles [DE]Midland [UK]wAFF [UK]Chez Damier [US]Marshall Jefferson [US]Soffía Björg [IS]Shades of Reykjavík [IS]Exos [IS]Bensol [IS]Artwork [UK]Yamaho [IS]Þriðja Hæðin [IS]Vagina Boys [IS]GKR [IS]Alvia Islandia [IS]DJ Kári [IS]Frímann [IS]Casanova [IS]French Toast [UK]Marc Roberts [UK]Captain Syrup [IS] Tónlist Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Fleiri fréttir Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Sjá meira
Alls hafa 37 nýir listamenn bæst við þá tónlistarflóru sem mun taka yfir Laugardalinn 17.-19. júní næstkomandi á Secret Solstice-tónlistarhátíðinni. Meðal þeirra eru nýmetal-rokksveitin Deftones, heimsklassa plötusnúðurinn Jamie Jones, einn af forsprökkum dubstep tónlistarstefnunnar: Skream, hústónlistargúrúinn Richy Ahmed, plötusnúðahópurinn Visionquest og breski raftónlistarmaðurinn Goldie. „Þetta er bara byrjunin, við munum tilkynna um fleiri bönd í janúar. Við erum að halda áfram að toppa okkur og við lofum stærri hátíð en var í sumar,“ segir Ósk Gunnarsdóttir, kynningarfulltrúi Secret Solstice hátíðarinnar. Ljóst er að mikill áhugi er á Íslandi fyrir bandarísku sveitinni Deftones ef vafrað er um netheima en hinn sex ára gamli Facebook-hópur ‘’Deftones to Iceland’’ telur rúmlega fimmhundruð manns.Chino Moreno söngvari Deftones er á leið í Laugardalinn.mynd/gettySveitin hóf göngu sína árið 1988 í Sacramento í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum og hefur hvergi slegið slöku við síðan þá. Á meðal frægustu laga hennar eru My Own Summer (Shove It), Hexagram, Change (in the House of Flies), Back To School, Bored og Be Quiet and Drive (Far Away). Hana skipa Chino Moreno söngvari, Stephen Carpenter gítarleikari, Sergio Vega bassaleikari, Abe Cunningham trommuleikari og Frank Delgado plötusnúður- og hljómborðsleikari. Ósk segir Secret Solstice hátíðina leggja mikið upp úr fjölbreytni og úrvals tónlistaratriðum og að þannig hafi hún skapað sér sess sem ein fremsta tónlistarhátíð heims. „Með þessu line upp-i erum við að sýna að við ætlum að vera með tónlist fyrir alla,“ bætir Ósk við. Ljóst er að hvaða tónlistaraðdáandi sem er geti fundið eitthvað við sitt hæfi en hér fyrir neðan má sjá 37 ný nöfn sem hafa staðfest komu sína næsta sumar. Listinn er ekki tæmandi þar sem fleiri tilkynningar eiga eftir að fljóta inn þegar nær dregur sólstöðunum. Að ógleymdum atriðum sem hafa nú þegar verið kynnt til leiks, tónlistarmenn á borð við Of Monsters and Men, Kerri Chandler, Deetron, Droog og Lady Leshurr.Ósk Gunnarsdóttir er kynningarfulltrúi Secret Solstice hátíðarinnar.mynd/vilhelmEinnig má taka fram að heiti potturinn í formi Víking bjórglass verður á sínum stað auk þess sem fleiri nýjungar munu bætast við vegna endurröðunar á hátíðarsvæðinu sem gefur skipuleggjendunum enn fleiri tækifæri til tilraunastarfsemi. Hátíðin tekur líka á móti umsóknum frá öllum þeim íslensku hljómsveitum sem hafa áhuga á að koma fram á Secret Solstice og er hægt að finna nánari upplýsingar um það á heimasíðu hátíðarinnar secretsolstice.is. Þeir sem eru sérstaklega áhugasamir um hátíðina eru hvattir til þess að fylgja henni á Snapchat undir notendanafninu SecretSolstice þar sem birtar eru fyrstu fréttir af komandi hljómsveitum og nýjungum á hátíðinni áður en þær birtast á öðrum miðlum. Jamie Jones þykir vera plötusnúður á heimsklassa.mynd/gettyListinn yfir þau nöfn sem bæst hafa í hópinn:Deftones[US]Jamie Jones [UK]Skream [UK]Richy Ahmed [UK]Goldie [UK]Visionquest [US]Edu Imbernon [ES]Santé [DE]Darius Syrrosian [UK]Derrick Carter [US]Agent Fresco [IS]Lil Louis [US]Úlfur Úlfur [IS]Kúra [IS]Ylja [IS]Emmsjé Gauti [IS]Sidney Charles [DE]Midland [UK]wAFF [UK]Chez Damier [US]Marshall Jefferson [US]Soffía Björg [IS]Shades of Reykjavík [IS]Exos [IS]Bensol [IS]Artwork [UK]Yamaho [IS]Þriðja Hæðin [IS]Vagina Boys [IS]GKR [IS]Alvia Islandia [IS]DJ Kári [IS]Frímann [IS]Casanova [IS]French Toast [UK]Marc Roberts [UK]Captain Syrup [IS]
Tónlist Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Fleiri fréttir Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Sjá meira