Í splunkunýjum náttkjól, með bók í hönd og Mackintosh í skál 14. desember 2015 11:00 Kristín Þóra Guðbjartsdóttir hefur alltaf gert sitt jólaskraut sjálf. Anton Brink Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, grafískur hönnuður, hefur alltaf gert sína aðventukransa og skreytingar sjálf. Jólakortin eru einnig heimagerð eða hennar eigin hönnun. "Ég ólst upp við það að mestur hluti jólaskrautsins væri heimagerður því við vorum mörg í heimili en ég á tíu systkini. Faðir minn sá yfirleitt um það að gera aðventujólaskreytinguna og aðrar kertaskreytingar og við krakkarnir gerðum músastiga, kramarhús og hjörtu sem við skreyttum með innanhúss og jólatré.“Jólakortin sem Kristín Þóra gerir skarta Mackintosh-molum.Eitt af því sem er í uppáhaldi hjá Kristínu er jólabókverk sem hún gerði í fyrra og er endurunnið úr Mackintosh-sælgætisbréfum. Einnig jólaseríur og plattar sem hún hefur verið að gera að undanförnu úr Mackintosh-bréfum sem annars fara í ruslið. „Dýrgripina er víða að finna og segja má að eins manns rusl sé annars manns gull. Svo er allt sem strákurinn minn hefur gert og föndrað í gegnum tíðina mér mjög svo kært. Hann kenndi mér líka að klippa út fallega snjókristalla í pappír sem við skreytum gluggana með og notum einnig sem litla puntudúka hér og þar um húsið,“ segir hún.Platti og jólaseríur úr endurunnu sælgætisbréfi. „Dýrgripina er víða að finna og er eins manns rusl annars manns gull.”Eitt af því sem er í uppáhaldi hjá Kristínu er jólabókverk sem hún gerði í fyrra og er endurunnið úr Mackintosh-sælgætisbréfum. Einnig jólaseríur og plattar sem hún hefur verið að gera að undanförnu úr Mackintosh-bréfum sem annars fara í ruslið. Í æsku Kristínar Þóru var Mackintosh ekki fáanlegt í búðum hér á landi. Eldri bræðir hennar, þá farmenn eða messaguttar á millilandaskipum, komu færandi hendi heim fyrir jólin. „Og þá fyrst komu jólin þegar dollan var opnuð og litríkt og ilmandi innhaldið gældi við augu, nef og fingurgóma.""Mackintosh-jólabókin er mín barnaminning um jól. Minningin um að liggja uppi í rúmi eftir miðnætti á aðfangadagskveldi, í splunkunýjum náttkjól sem mamma hafði saumað, umvafin tandurhreinum og ilmandi sængurfötum, með nýja bók og Mackintosh í skál. Ekkert hljóð heyrist nema þegar blaðsíðum er flett, skrjáf í umbúðum, súkkulaðiilmur, dásamlegt bragð í munni, myrkur úti og ljós í glugga.“ Jólabókverkið úr Mackintosh-sælgætisbréfum er í uppáhaldi.Gluggarnir á heimili Kristínar Þóru og fjölskyldu eru skreyttir með fallegum snjókristöllum úr pappír sem hún og sonur hennar gerðu.Snjókristallar úr pappír sem Kristín Þóra og sonur hennar gerðu skreyta heimilið.. Jól Jólafréttir Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jóla-aspassúpa Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Svona gerirðu graflax Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Jólalag dagsins: Baggalútur syngur Annar í jólum Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Brekkur til að renna sér í Jólin
Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, grafískur hönnuður, hefur alltaf gert sína aðventukransa og skreytingar sjálf. Jólakortin eru einnig heimagerð eða hennar eigin hönnun. "Ég ólst upp við það að mestur hluti jólaskrautsins væri heimagerður því við vorum mörg í heimili en ég á tíu systkini. Faðir minn sá yfirleitt um það að gera aðventujólaskreytinguna og aðrar kertaskreytingar og við krakkarnir gerðum músastiga, kramarhús og hjörtu sem við skreyttum með innanhúss og jólatré.“Jólakortin sem Kristín Þóra gerir skarta Mackintosh-molum.Eitt af því sem er í uppáhaldi hjá Kristínu er jólabókverk sem hún gerði í fyrra og er endurunnið úr Mackintosh-sælgætisbréfum. Einnig jólaseríur og plattar sem hún hefur verið að gera að undanförnu úr Mackintosh-bréfum sem annars fara í ruslið. „Dýrgripina er víða að finna og segja má að eins manns rusl sé annars manns gull. Svo er allt sem strákurinn minn hefur gert og föndrað í gegnum tíðina mér mjög svo kært. Hann kenndi mér líka að klippa út fallega snjókristalla í pappír sem við skreytum gluggana með og notum einnig sem litla puntudúka hér og þar um húsið,“ segir hún.Platti og jólaseríur úr endurunnu sælgætisbréfi. „Dýrgripina er víða að finna og er eins manns rusl annars manns gull.”Eitt af því sem er í uppáhaldi hjá Kristínu er jólabókverk sem hún gerði í fyrra og er endurunnið úr Mackintosh-sælgætisbréfum. Einnig jólaseríur og plattar sem hún hefur verið að gera að undanförnu úr Mackintosh-bréfum sem annars fara í ruslið. Í æsku Kristínar Þóru var Mackintosh ekki fáanlegt í búðum hér á landi. Eldri bræðir hennar, þá farmenn eða messaguttar á millilandaskipum, komu færandi hendi heim fyrir jólin. „Og þá fyrst komu jólin þegar dollan var opnuð og litríkt og ilmandi innhaldið gældi við augu, nef og fingurgóma.""Mackintosh-jólabókin er mín barnaminning um jól. Minningin um að liggja uppi í rúmi eftir miðnætti á aðfangadagskveldi, í splunkunýjum náttkjól sem mamma hafði saumað, umvafin tandurhreinum og ilmandi sængurfötum, með nýja bók og Mackintosh í skál. Ekkert hljóð heyrist nema þegar blaðsíðum er flett, skrjáf í umbúðum, súkkulaðiilmur, dásamlegt bragð í munni, myrkur úti og ljós í glugga.“ Jólabókverkið úr Mackintosh-sælgætisbréfum er í uppáhaldi.Gluggarnir á heimili Kristínar Þóru og fjölskyldu eru skreyttir með fallegum snjókristöllum úr pappír sem hún og sonur hennar gerðu.Snjókristallar úr pappír sem Kristín Þóra og sonur hennar gerðu skreyta heimilið..
Jól Jólafréttir Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jóla-aspassúpa Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Svona gerirðu graflax Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Jólalag dagsins: Baggalútur syngur Annar í jólum Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Brekkur til að renna sér í Jólin