Tónlist

Herra Hnetusmjör og Joe Frazier kynna lagið „Föstu“

Atli Ísleifsson skrifar
Herra Hnetusmjör vakti fyrst athygli með laginu Elías, sem kom út í febrúar 2014.
Herra Hnetusmjör vakti fyrst athygli með laginu Elías, sem kom út í febrúar 2014. Vísir/Vilhelm
Rapparinn Herra Hnetusmjör og Joe Frazier hafa gefið út nýtt lag og ber það heitið Föstu.

Þrátt fyrir ungan aldur er Herra Hnetusmjör einn af vinsælustu röppurum landsins. Hann hefur spilað mikið með Erpi Eyvindarsyni, enda báðir úr Kópavogi.

Herra Hnetusmjör tilheyrir hópnum Kópboisentertainment, sem er skammstafað KBE. Hann vakti fyrst athygli með laginu Elías, sem kom út í febrúar 2014.

Sjá einnig: Herra Hnetusmjör ein af vonarstjörnum íslensks rapps

Hlusta má á lagið í spilaranum að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.