Attar: Gunnar stendur frammi fyrir risatækifæri Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. desember 2015 14:07 Laugardagskvöldið er risastórt fyrir umboðsmanninn Audie Attar enda á hann þrjá bardagamenn á aðalhluta kvöldsins. Tveir þeirra berjast um titil. Attar er umboðsmaður Gunnars Nelson (ásamt Haraldi Nelson), Conor McGregor og Chris Weidman. Svo eru fleiri strákar á hans snærum að keppa þessa vikuna í Las Vegas. „Ég er mjög spenntur fyrir hönd allra strákanna enda sjö að fara að keppa. Þetta er mikil vinna en það er mikill heiður að vera með þessum íþróttamönnum í liði,“ segir Attar en hann er sem fyrr mjög spenntur fyrir því að fylgast með Gunnari.Sjá einnig: Kavanagh: Veit ekki hvort orðið stress sé til á íslensku en Gunni kann það ekki „Gunnar er ótrúlegur íþróttamaður og hann stendur frammi fyrir risatækifæri. Það eru margir að tala um þennan bardaga. Ég ber mikla virðingu fyrir Demian Maia en Gunni er af nýju kynslóðinni í íþróttinni. Ég mæli með því að fólk fái sér popp og bjór og njóti bardagans,“ segir Attar og glottir við. „Ef að Gunnar skilar sínu í þessum bardaga þá verður hann kominn í umræðuna um titilbardaga. Hann er að keppa við það góðan andstæðing.“Sjá einnig: Haraldur: Maia hefur aldrei verið betri en núna Gunnar hefur ekkert farið leynt með metnað sinn til þess að vinna heimsmeistarabeltið á næsta ári. Sér Attar það gerast? „Ef hann sýnir afburðaframmistöðu og vinnur flottan sigur þá er það ekkert vafamál að hann hefur efni á að vera með í umræðunni um beltið. Þetta er raunhæft markmið fyrir hann.“Sjá einnig: Gunnar mætir goðsögn í UFC-heiminum Eins og áður segir þá er Attar einnig umboðsmaður Írans Conor McGregor. Hvernig ætli sé að vera í miðjunni á þeim fellibyl? „Ég lít frekar á það sem fallega snjókomu á Íslandi. Maður verður að njóta þess. Þetta er búið að vera ótrúlegt ferðalag með honum en við höfum verið með honum síðan í fyrsta bardaga hans í UFC. Það tala allir um hvað hann er góður að rífa kjaft og hann fær ekki nóg hrós fyrir vinnu sína í búrinu. Hann og Gunnar æfa eins og geðsjúklingar. Conor talar mikið en hann fylgir því líka eftir með góðum frammistöðum. Stendur undir stóru orðunum. Ég held að Conor munu rota Jose Aldo í annarri lotu." Viðtalið við Attar má sjá í heild sinni hér að ofan.Bardagakvöldið stóra með Gunnari Nelson og Conor McGregor verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is. Íþróttadeild 365 er í Las Vegas og flytur ykkur nýjustu tíðindi. Fylgstu með á Facebook, Twitter og Snapchat: sport365. MMA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Í beinni: Grindavík - Haukar | Síðast komu Grindvíkingar á óvart Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Sjá meira
Laugardagskvöldið er risastórt fyrir umboðsmanninn Audie Attar enda á hann þrjá bardagamenn á aðalhluta kvöldsins. Tveir þeirra berjast um titil. Attar er umboðsmaður Gunnars Nelson (ásamt Haraldi Nelson), Conor McGregor og Chris Weidman. Svo eru fleiri strákar á hans snærum að keppa þessa vikuna í Las Vegas. „Ég er mjög spenntur fyrir hönd allra strákanna enda sjö að fara að keppa. Þetta er mikil vinna en það er mikill heiður að vera með þessum íþróttamönnum í liði,“ segir Attar en hann er sem fyrr mjög spenntur fyrir því að fylgast með Gunnari.Sjá einnig: Kavanagh: Veit ekki hvort orðið stress sé til á íslensku en Gunni kann það ekki „Gunnar er ótrúlegur íþróttamaður og hann stendur frammi fyrir risatækifæri. Það eru margir að tala um þennan bardaga. Ég ber mikla virðingu fyrir Demian Maia en Gunni er af nýju kynslóðinni í íþróttinni. Ég mæli með því að fólk fái sér popp og bjór og njóti bardagans,“ segir Attar og glottir við. „Ef að Gunnar skilar sínu í þessum bardaga þá verður hann kominn í umræðuna um titilbardaga. Hann er að keppa við það góðan andstæðing.“Sjá einnig: Haraldur: Maia hefur aldrei verið betri en núna Gunnar hefur ekkert farið leynt með metnað sinn til þess að vinna heimsmeistarabeltið á næsta ári. Sér Attar það gerast? „Ef hann sýnir afburðaframmistöðu og vinnur flottan sigur þá er það ekkert vafamál að hann hefur efni á að vera með í umræðunni um beltið. Þetta er raunhæft markmið fyrir hann.“Sjá einnig: Gunnar mætir goðsögn í UFC-heiminum Eins og áður segir þá er Attar einnig umboðsmaður Írans Conor McGregor. Hvernig ætli sé að vera í miðjunni á þeim fellibyl? „Ég lít frekar á það sem fallega snjókomu á Íslandi. Maður verður að njóta þess. Þetta er búið að vera ótrúlegt ferðalag með honum en við höfum verið með honum síðan í fyrsta bardaga hans í UFC. Það tala allir um hvað hann er góður að rífa kjaft og hann fær ekki nóg hrós fyrir vinnu sína í búrinu. Hann og Gunnar æfa eins og geðsjúklingar. Conor talar mikið en hann fylgir því líka eftir með góðum frammistöðum. Stendur undir stóru orðunum. Ég held að Conor munu rota Jose Aldo í annarri lotu." Viðtalið við Attar má sjá í heild sinni hér að ofan.Bardagakvöldið stóra með Gunnari Nelson og Conor McGregor verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is. Íþróttadeild 365 er í Las Vegas og flytur ykkur nýjustu tíðindi. Fylgstu með á Facebook, Twitter og Snapchat: sport365.
MMA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Í beinni: Grindavík - Haukar | Síðast komu Grindvíkingar á óvart Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti