Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. 85-61 Höttur | Þægilegur Þórssigur í Þorlákshöfn Daníel Rúnarsson í Icelandic Glacial-höllinni skrifar 11. desember 2015 21:15 Vance Hall, leikmaður Þórs. vísir/ernir Þór frá Þorlákshöfn landaði þægilegum sigri á nýliðum Hattar frá Egilsstöðum í kvöld, 85-61. Nýliðarnir eru því enn stigalausir eftir 10 leiki á meðan Þórsarar eru með 12 stig og færast upp í 4. sætið. Leikmenn Hattar komu sterkir til leiks og fór Tobin Carberry þar fremstur í flokki. Carberry var kominn með 8 stig eftir 4 mínútur og leiddi sína menn til 9 stiga forystu, 3-12. Þórsarar settu tvo þrista í kjölfar leikhlés Einars Árna, þjálfara síns, en Helgi Björn svaraði áhlaupinu fyrir Hött með tveimur þristum úr eigin ranni. Heimamenn átu þó niður forskot gestanna þegar líða tók á leikhlutann, hertu vörnina og Vance Hall sá um stigaskorun. Að lokum tókst þeim að ná tveggja stiga forystu fyrir annan leikhlutann, 21-19. Annar leikhluti hófst eins og þeim fyrsta lauk. Heimamenn hertu tökin á vörninni og skotin duttu niður. Fyrr en varði var forysta þeirra komin í 10 stig og þjálfara Hattar leist ekki á blikuna og tók leikhlé. Leikmenn Hattar reyndu hvað þeir gátu en öllum áhlaupum þeirra var svarað um hæl af heimamönnum. Ragnar Nathanaelsson, Nat-vélin, fór illa með Mirko Stefán undir körfunni og varði teiginn sinn vel hinu megin á vellinum. Ör-áhlaup gestanna undir lok fyrri hálfleiks bætti stöðuna örlítið og þegar flautan gall var forysta heimamanna 9 stig, 42-33. Atkvæðamestur í hálfleik hjá Þór voru Vance Hall með 15 stig, 4 stoðsendingar og 2 fráköst. Hjá gestunum frá Egilsstöðum var Tobin Carberry öflugastur með 19 stig og 6 fráköst. Seinni hálfleikur fór rólega af stað, varnir liðanna þéttust og leikmenn áttu erfitt með að skora á upphafsmínútunum. Að lokum brast stíflan, en eingöngu hjá leikmönnum Þórs. Heimamenn settu í fluggír í sókninni en læstu á sama tíma vörninni. Niðurstaðan úr þeim kokteil var 11-0 áhlaup sem skilaði sér í 20 stiga forystu, 53-33. Gestirnir skoruðu ekki stig fyrstu rúmu fimm mínútur leikhlutans. Þökk sé Mirko Stefán Virijevic tókst gestunum þó að laga aðeins stöðuna er Þórsarar gáfu eftir í vörninni og 4-11 lokakafli leikhlutans gerði það að verkum að þeir voru "aðeins" 15 stigum undir fyrir lokaleikhlutann, 59-44. Fjórði leikhluti byrjaði svipað og sá þriðji. Andlausir leikmenn Hattar áttu lítið roð í Þórsara, að Mirko undanskildum. Flott boltahreyfing leikmanna Þórs skilaði auvðeldum körfum trekk í trekk og þegar þeir þurftu að taka langskot rötuðu þau oftast niður. Hinu megin á vellinum þurftu gestirnir að streða fyrir hverju einasta stigi og fékk Mirko Stefán afar litla hjálp frá félögum sínum. Að lokum fór svo að Þórsarar lönduðu afar auðveldum 24 stiga sigri, 85-61, gegn andlega gjaldþrota liði Hattar. Jafnt framlag nánast allra leikmanna Þórs var aðalsmerki sigursins og hinn ungi Magnús Breki, fæddur 1998, átti frábæran leik með 14 stig. Alls voru fimm leikmenn Þórs með 10 stig eða meira en þeirra stigahæstur varð Vance Hall með 27 stig. Emil Karel skoraði 11 stig og tók 8 fráköst. Þveröfuga sögu er að segja af liði Hattar. Þar var hver höndin upp á móti annarri, leikmenn virtust eyða meiri tíma í pirring gegn sjálfum sér og dómurum og á endanum fór svo að aðeins tveir leikmenn rufu 10 stiga múrinn. Raunar voru aðeins þrír leikmenn sem skoruðu meira en 2 stig enda sóknarleikur liðsins skelfilegur. Tobin Carberry með 26 stig og 11 frákst, Mirko Stefán með 19 stig og 10 fráköst, Helgi Björn með 9 stig og 7 fráköst. Aðrir miklu, miklu, miklu minna. Það er alveg ljóst að ef Höttur ætlar að leika í úrvalsdeild á næsta ári þá þarf mikið að breytast.Einar Árni Jóhannsson.Vísir/ErnirEinar Árni: Trylltur varnarleikur í þriðja leikhluta Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, var að vonum ánægður í leikslok enda stýrði lið hans leiknum nánast frá upphafi. "Þetta er aldrei auðvelt og við áttum í vandræðum í upphafi. Vorum í vandamálum með sóknarfráköstin þeirra en ég var mjög ánægður með hvernig við unnum okkur inn í þetta í þriðja leikhluta. Síðari hálfleikurinn var í raun frábær og varnarleikurinn heilt yfir góður." Heimamenn tóku leikinn algjörlega yfir í þriðja leikhluta, hvað gerðist eiginlega þar? "Fyrst og fremst trylltur varnarleikur. Við vorum sammála í hálfleik um að bæta varnarleikinn og fráköstin. Byrjunarliðið skuldaði okkur síðan alvöru start í seinni enda voru þeir flatir í upphafi leiks. Höttur skoraði ekki fyrstu 5 mínúturnar og náðu engu sóknarfrákasti. Við vorum síðan ekkert frábærir sóknarlega en fengum framlag frá mörgum leikmönnum." Einn þessara leikmanna sem Einar talar um er hinn ungi og efnilegi Magnús Breki, fæddur það herrans ár 1998, en hann skilaði 14 stigum í kvöld. "Magnús Breki er búinn að standa sig virkilega vel í vetur á sínu fyrsta tímabili í úrvalsdeild. Hann er að nýta færið sitt vel í fjarveru annarra og er að minna vel á sig. Kennitölur skipta ekki máli heldur frammistöður eins og ég hef áður sagt. Hann spilar líka frábæra vörn. Hann þarf ekki alltaf að skora svona, ef hann spilar flotta vörn þá á hann erindi inná völlinn." sagði Einar að lokum stoltur af sínum manni.Viðar Örn Hafsteinsson.Vísir/AntonViðar: Viljum ekki kaupa einhverja mömmustráka Viðar Örn Hafsteinsson var ómyrkur í máli eftir leik sinna manna í Hetti gegn Þór frá Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í kvöld, en leiknum lauk með þægilegum sigri Þórsara 85-61. Höttur er á botni deildarinnar með 0 stig að loknum 10 leikjum. "Þetta var bara hræðilegt. Skelfileg frammistaða sem við sýnum hérna. Við byrjuðum leikinn allt í lagi, þá þurfti Þórs-liðið í mesta lagi að dekka þrjá menn hjá okkur. Svo fór þetta niður í 2 menn og að lokum í 1. Þegar flott lið eins og Þór er fimm á móti einum þá erum við bara í djúpum skít. En staðan var ekkert skelfileg í hálfleik, 9 stigum undir. Svo mæta menn bara ekkert í seinni hálfleikinn. Mesta lagi 1-2 menn. Hinir hefðu alveg eins getað verið inn í klefa, þvílík hörmungar helvítis frammistaða var þetta." sagði Viðar og lagði þunga áherslu á orð sín. Staðan er ekki björt á Egilsstöðum og liðið langneðst í deildinni þegar hún er nærri hálfnuð. "Það er aldrei bjart í desember, nema þegar götuljósin lýsa. Ég var jákvæður eftir síðustu leiki, annars vegar gegn Stjörnunni í deildinni og hinsveagr Þór í bikarnum. En svo erum við bara svo hrikalega andlega veikir að þegar það kemur smá mótlæti þá bara brotnum við. Menn þurfa bara að vera miklu sterkari. Lykilmenn hérna, og þeir vita hverjir þeir eru, eru bara með allt lóðrétt niðrum sig." Blaðamaður spurði Viðar því næst hvort liðið næði að halda sér uppi með þessu áframhaldi. "Þú ert ekki góður í stærðfræði ef þú getur ekki reiknað þetta dæmi. Með svona áframhaldi nei. En við höfum allan tíma til að snúa blaðinu við og safna stigum. Við höfum verið í jöfnum leikjum en þetta var óboðlegt hér í dag. Vonandi geta menn núna spyrnt í helvítis botninn. Hvað er til ráða fyrir þjálfarann, ætlar hann að leita sér að liðsstyrk fyrir komandi átök? "Það eru engir leikmenn í boði held ég. En ég tek hluta af þessu á mig, ég þarf að vinna með þennan leikmannahóp og reyna að nurla saman nógu mörgum stigum til að halda okkur í deildinni. Það þýðir ekki alltaf að fara og kaupa sér hitt og þetta og auglýsa eftir leikmönnum í fjölmiðlum eða hvað sem það nú er. Við höfum þennan kjarna sem ég tel mig eiga að geta náð meira út úr og ætla mér. Við munum halda okkur í deildinni á þessu liði. Það þýðir heldur ekkert að ætla að tjalda til einnar nætur. Ef við föllum úr deildinni viljum við ekki vera búnir að kaupa einhverja mömmustráka og gullkálfa sem koma bara til að hirða peninga. Ég vil fá menn með hjarta, það er vanmetið. Ég hef ennþá fulla trú á þessu en við þurfum virkilega að skoða okkar mál eftir svona frammistöðu. Það er ennþá nóg af stigum í pottinum og við verðum að fara að snúa blaðinu við."Magnús Breki: Allt liðsfélögunum að þakka Hinn 17 ára gamli Magnús Breki átti frábæran leik fyrir Þórsara í kvöld og skoraði 14 stig, langbesti leikur piltsins á tímabilinu. Hvað var öðruvísi í kvöld? "Við vorum að spila vel saman og liðsfélagar mínir voru að finna mig. Ég á þetta allt liðinu að þakka, þeir voru að finna mig vel og ég að taka hlaupin sem ég á að taka. Síðan á ég líka þjálfaranum mikið að þakka fyrir að spila mér svona mikið, það er ekki sjálfgefið þegar maður er svona ungur." sagði Magnús hógværðin uppmáluð að leik loknum. Þórsliðinu hefur gengið illa að tengja saman marga sigra en hvað er það sem liðið þarf að gera til að það takist? "Við vorum ekki að stíga vel út í fyrri hálfleik og breyttum því í seinni hálfleik og fórum að spila meira saman. Við förum næst í Hólminn (gegn Snæfelli) til að vinna og vonandi tekst það. Ef spilum eins og lið og stígum út, þá smellur þetta." sagði þessi efnilegi leikmaður að lokum.center>Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira
Þór frá Þorlákshöfn landaði þægilegum sigri á nýliðum Hattar frá Egilsstöðum í kvöld, 85-61. Nýliðarnir eru því enn stigalausir eftir 10 leiki á meðan Þórsarar eru með 12 stig og færast upp í 4. sætið. Leikmenn Hattar komu sterkir til leiks og fór Tobin Carberry þar fremstur í flokki. Carberry var kominn með 8 stig eftir 4 mínútur og leiddi sína menn til 9 stiga forystu, 3-12. Þórsarar settu tvo þrista í kjölfar leikhlés Einars Árna, þjálfara síns, en Helgi Björn svaraði áhlaupinu fyrir Hött með tveimur þristum úr eigin ranni. Heimamenn átu þó niður forskot gestanna þegar líða tók á leikhlutann, hertu vörnina og Vance Hall sá um stigaskorun. Að lokum tókst þeim að ná tveggja stiga forystu fyrir annan leikhlutann, 21-19. Annar leikhluti hófst eins og þeim fyrsta lauk. Heimamenn hertu tökin á vörninni og skotin duttu niður. Fyrr en varði var forysta þeirra komin í 10 stig og þjálfara Hattar leist ekki á blikuna og tók leikhlé. Leikmenn Hattar reyndu hvað þeir gátu en öllum áhlaupum þeirra var svarað um hæl af heimamönnum. Ragnar Nathanaelsson, Nat-vélin, fór illa með Mirko Stefán undir körfunni og varði teiginn sinn vel hinu megin á vellinum. Ör-áhlaup gestanna undir lok fyrri hálfleiks bætti stöðuna örlítið og þegar flautan gall var forysta heimamanna 9 stig, 42-33. Atkvæðamestur í hálfleik hjá Þór voru Vance Hall með 15 stig, 4 stoðsendingar og 2 fráköst. Hjá gestunum frá Egilsstöðum var Tobin Carberry öflugastur með 19 stig og 6 fráköst. Seinni hálfleikur fór rólega af stað, varnir liðanna þéttust og leikmenn áttu erfitt með að skora á upphafsmínútunum. Að lokum brast stíflan, en eingöngu hjá leikmönnum Þórs. Heimamenn settu í fluggír í sókninni en læstu á sama tíma vörninni. Niðurstaðan úr þeim kokteil var 11-0 áhlaup sem skilaði sér í 20 stiga forystu, 53-33. Gestirnir skoruðu ekki stig fyrstu rúmu fimm mínútur leikhlutans. Þökk sé Mirko Stefán Virijevic tókst gestunum þó að laga aðeins stöðuna er Þórsarar gáfu eftir í vörninni og 4-11 lokakafli leikhlutans gerði það að verkum að þeir voru "aðeins" 15 stigum undir fyrir lokaleikhlutann, 59-44. Fjórði leikhluti byrjaði svipað og sá þriðji. Andlausir leikmenn Hattar áttu lítið roð í Þórsara, að Mirko undanskildum. Flott boltahreyfing leikmanna Þórs skilaði auvðeldum körfum trekk í trekk og þegar þeir þurftu að taka langskot rötuðu þau oftast niður. Hinu megin á vellinum þurftu gestirnir að streða fyrir hverju einasta stigi og fékk Mirko Stefán afar litla hjálp frá félögum sínum. Að lokum fór svo að Þórsarar lönduðu afar auðveldum 24 stiga sigri, 85-61, gegn andlega gjaldþrota liði Hattar. Jafnt framlag nánast allra leikmanna Þórs var aðalsmerki sigursins og hinn ungi Magnús Breki, fæddur 1998, átti frábæran leik með 14 stig. Alls voru fimm leikmenn Þórs með 10 stig eða meira en þeirra stigahæstur varð Vance Hall með 27 stig. Emil Karel skoraði 11 stig og tók 8 fráköst. Þveröfuga sögu er að segja af liði Hattar. Þar var hver höndin upp á móti annarri, leikmenn virtust eyða meiri tíma í pirring gegn sjálfum sér og dómurum og á endanum fór svo að aðeins tveir leikmenn rufu 10 stiga múrinn. Raunar voru aðeins þrír leikmenn sem skoruðu meira en 2 stig enda sóknarleikur liðsins skelfilegur. Tobin Carberry með 26 stig og 11 frákst, Mirko Stefán með 19 stig og 10 fráköst, Helgi Björn með 9 stig og 7 fráköst. Aðrir miklu, miklu, miklu minna. Það er alveg ljóst að ef Höttur ætlar að leika í úrvalsdeild á næsta ári þá þarf mikið að breytast.Einar Árni Jóhannsson.Vísir/ErnirEinar Árni: Trylltur varnarleikur í þriðja leikhluta Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, var að vonum ánægður í leikslok enda stýrði lið hans leiknum nánast frá upphafi. "Þetta er aldrei auðvelt og við áttum í vandræðum í upphafi. Vorum í vandamálum með sóknarfráköstin þeirra en ég var mjög ánægður með hvernig við unnum okkur inn í þetta í þriðja leikhluta. Síðari hálfleikurinn var í raun frábær og varnarleikurinn heilt yfir góður." Heimamenn tóku leikinn algjörlega yfir í þriðja leikhluta, hvað gerðist eiginlega þar? "Fyrst og fremst trylltur varnarleikur. Við vorum sammála í hálfleik um að bæta varnarleikinn og fráköstin. Byrjunarliðið skuldaði okkur síðan alvöru start í seinni enda voru þeir flatir í upphafi leiks. Höttur skoraði ekki fyrstu 5 mínúturnar og náðu engu sóknarfrákasti. Við vorum síðan ekkert frábærir sóknarlega en fengum framlag frá mörgum leikmönnum." Einn þessara leikmanna sem Einar talar um er hinn ungi og efnilegi Magnús Breki, fæddur það herrans ár 1998, en hann skilaði 14 stigum í kvöld. "Magnús Breki er búinn að standa sig virkilega vel í vetur á sínu fyrsta tímabili í úrvalsdeild. Hann er að nýta færið sitt vel í fjarveru annarra og er að minna vel á sig. Kennitölur skipta ekki máli heldur frammistöður eins og ég hef áður sagt. Hann spilar líka frábæra vörn. Hann þarf ekki alltaf að skora svona, ef hann spilar flotta vörn þá á hann erindi inná völlinn." sagði Einar að lokum stoltur af sínum manni.Viðar Örn Hafsteinsson.Vísir/AntonViðar: Viljum ekki kaupa einhverja mömmustráka Viðar Örn Hafsteinsson var ómyrkur í máli eftir leik sinna manna í Hetti gegn Þór frá Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í kvöld, en leiknum lauk með þægilegum sigri Þórsara 85-61. Höttur er á botni deildarinnar með 0 stig að loknum 10 leikjum. "Þetta var bara hræðilegt. Skelfileg frammistaða sem við sýnum hérna. Við byrjuðum leikinn allt í lagi, þá þurfti Þórs-liðið í mesta lagi að dekka þrjá menn hjá okkur. Svo fór þetta niður í 2 menn og að lokum í 1. Þegar flott lið eins og Þór er fimm á móti einum þá erum við bara í djúpum skít. En staðan var ekkert skelfileg í hálfleik, 9 stigum undir. Svo mæta menn bara ekkert í seinni hálfleikinn. Mesta lagi 1-2 menn. Hinir hefðu alveg eins getað verið inn í klefa, þvílík hörmungar helvítis frammistaða var þetta." sagði Viðar og lagði þunga áherslu á orð sín. Staðan er ekki björt á Egilsstöðum og liðið langneðst í deildinni þegar hún er nærri hálfnuð. "Það er aldrei bjart í desember, nema þegar götuljósin lýsa. Ég var jákvæður eftir síðustu leiki, annars vegar gegn Stjörnunni í deildinni og hinsveagr Þór í bikarnum. En svo erum við bara svo hrikalega andlega veikir að þegar það kemur smá mótlæti þá bara brotnum við. Menn þurfa bara að vera miklu sterkari. Lykilmenn hérna, og þeir vita hverjir þeir eru, eru bara með allt lóðrétt niðrum sig." Blaðamaður spurði Viðar því næst hvort liðið næði að halda sér uppi með þessu áframhaldi. "Þú ert ekki góður í stærðfræði ef þú getur ekki reiknað þetta dæmi. Með svona áframhaldi nei. En við höfum allan tíma til að snúa blaðinu við og safna stigum. Við höfum verið í jöfnum leikjum en þetta var óboðlegt hér í dag. Vonandi geta menn núna spyrnt í helvítis botninn. Hvað er til ráða fyrir þjálfarann, ætlar hann að leita sér að liðsstyrk fyrir komandi átök? "Það eru engir leikmenn í boði held ég. En ég tek hluta af þessu á mig, ég þarf að vinna með þennan leikmannahóp og reyna að nurla saman nógu mörgum stigum til að halda okkur í deildinni. Það þýðir ekki alltaf að fara og kaupa sér hitt og þetta og auglýsa eftir leikmönnum í fjölmiðlum eða hvað sem það nú er. Við höfum þennan kjarna sem ég tel mig eiga að geta náð meira út úr og ætla mér. Við munum halda okkur í deildinni á þessu liði. Það þýðir heldur ekkert að ætla að tjalda til einnar nætur. Ef við föllum úr deildinni viljum við ekki vera búnir að kaupa einhverja mömmustráka og gullkálfa sem koma bara til að hirða peninga. Ég vil fá menn með hjarta, það er vanmetið. Ég hef ennþá fulla trú á þessu en við þurfum virkilega að skoða okkar mál eftir svona frammistöðu. Það er ennþá nóg af stigum í pottinum og við verðum að fara að snúa blaðinu við."Magnús Breki: Allt liðsfélögunum að þakka Hinn 17 ára gamli Magnús Breki átti frábæran leik fyrir Þórsara í kvöld og skoraði 14 stig, langbesti leikur piltsins á tímabilinu. Hvað var öðruvísi í kvöld? "Við vorum að spila vel saman og liðsfélagar mínir voru að finna mig. Ég á þetta allt liðinu að þakka, þeir voru að finna mig vel og ég að taka hlaupin sem ég á að taka. Síðan á ég líka þjálfaranum mikið að þakka fyrir að spila mér svona mikið, það er ekki sjálfgefið þegar maður er svona ungur." sagði Magnús hógværðin uppmáluð að leik loknum. Þórsliðinu hefur gengið illa að tengja saman marga sigra en hvað er það sem liðið þarf að gera til að það takist? "Við vorum ekki að stíga vel út í fyrri hálfleik og breyttum því í seinni hálfleik og fórum að spila meira saman. Við förum næst í Hólminn (gegn Snæfelli) til að vinna og vonandi tekst það. Ef spilum eins og lið og stígum út, þá smellur þetta." sagði þessi efnilegi leikmaður að lokum.center>Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira