Jón Viðar: Sigur gerir Gunna heimsfrægan Henry Birgir Gunnarsson í Las Vegas skrifar 10. desember 2015 15:30 Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis og góðvinur Gunnars Nelson, fylgir sínum manni hvert sem er og er að sjálfsögðu mættur til Las Vegas. „Þetta er það langstærsta sem Gunni hefur farið í. Fari þetta vel þá mun þetta skjóta honum upp á stjörnuhimininn út um allan heim. Hann verður ekki lengur bara frægur í Evrópu heldur líka í Bandaríkjunum og Brasilíu,“ segir Jón Viðar en það er gríðarlega mikið undir hjá báðum köppum enda stefna þeir báðir á heimsmeistaratitilinn.Sjá einnig: Maia: Ég er betri í gólfinu en Gunnar „Ef Gunnar vinnur besta glímumanninn í deildinni þá eru það mjög stór skilaboð frá Gunna og það beint í kjölfarið á sigri á besta boxaranum í deildinni.“ Jón býst við því að Gunni muni láta reyna áfram á boxið gegn Maia enda þurfi hann ekki að verja sig of mikið. „Gunni er nefnilega ekkert hræddur við að fara með honum í gólfið. Gunna langar svo að upplifa að fara í gólfið með honum. Hann mun samt ekki taka neinar áhættur og reynir örugglega að slá hann niður fyrst.“Sjá einnig: Gunnar: Conor sturlast pínulítið á hverjum degi Gunnar var í frábæru formi síðasta sumar, betra formi en áður. Hann segist vera í enn betra formi núna. „Andlegi hlutinn skiptir miklu máli og hann var að vinna með hann í síðasta bardaga. Honum líður mjög vel,“ segir Jón Viðar og bætir við að tapið gegn Rick Story hafi gert Gunnari mjög gott. „Það er stærsti hlutinn af hans breytingu. Hlutirnir voru orðnir of auðveldir fyrir hann. Ef hann tekur þennan og einn til tvo í viðbót þá fær Gunni titilbardaga.“ Jón Viðar segist eðlilega vera stressaður á bardagakvöldunum en líði vel því nær búrinu sem hann er. „Ég hef verið bæði heima og upp við búrið. Því lengra sem ég er frá því stressaðri verð ég.“Bardagakvöldið stóra með Gunnari Nelson og Conor McGregor verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is. Íþróttadeild 365 er í Las Vegas og flytur ykkur nýjustu tíðindi. Fylgstu með á Facebook, Twitter og Snapchat: sport365. MMA Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Safna milljónum fyrir skúrk mótherjanna Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Sér eftir því sem hann sagði Dagskráin í dag: Brýtur Amorim annað sjónvarp? Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Sjá meira
Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis og góðvinur Gunnars Nelson, fylgir sínum manni hvert sem er og er að sjálfsögðu mættur til Las Vegas. „Þetta er það langstærsta sem Gunni hefur farið í. Fari þetta vel þá mun þetta skjóta honum upp á stjörnuhimininn út um allan heim. Hann verður ekki lengur bara frægur í Evrópu heldur líka í Bandaríkjunum og Brasilíu,“ segir Jón Viðar en það er gríðarlega mikið undir hjá báðum köppum enda stefna þeir báðir á heimsmeistaratitilinn.Sjá einnig: Maia: Ég er betri í gólfinu en Gunnar „Ef Gunnar vinnur besta glímumanninn í deildinni þá eru það mjög stór skilaboð frá Gunna og það beint í kjölfarið á sigri á besta boxaranum í deildinni.“ Jón býst við því að Gunni muni láta reyna áfram á boxið gegn Maia enda þurfi hann ekki að verja sig of mikið. „Gunni er nefnilega ekkert hræddur við að fara með honum í gólfið. Gunna langar svo að upplifa að fara í gólfið með honum. Hann mun samt ekki taka neinar áhættur og reynir örugglega að slá hann niður fyrst.“Sjá einnig: Gunnar: Conor sturlast pínulítið á hverjum degi Gunnar var í frábæru formi síðasta sumar, betra formi en áður. Hann segist vera í enn betra formi núna. „Andlegi hlutinn skiptir miklu máli og hann var að vinna með hann í síðasta bardaga. Honum líður mjög vel,“ segir Jón Viðar og bætir við að tapið gegn Rick Story hafi gert Gunnari mjög gott. „Það er stærsti hlutinn af hans breytingu. Hlutirnir voru orðnir of auðveldir fyrir hann. Ef hann tekur þennan og einn til tvo í viðbót þá fær Gunni titilbardaga.“ Jón Viðar segist eðlilega vera stressaður á bardagakvöldunum en líði vel því nær búrinu sem hann er. „Ég hef verið bæði heima og upp við búrið. Því lengra sem ég er frá því stressaðri verð ég.“Bardagakvöldið stóra með Gunnari Nelson og Conor McGregor verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is. Íþróttadeild 365 er í Las Vegas og flytur ykkur nýjustu tíðindi. Fylgstu með á Facebook, Twitter og Snapchat: sport365.
MMA Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Safna milljónum fyrir skúrk mótherjanna Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Sér eftir því sem hann sagði Dagskráin í dag: Brýtur Amorim annað sjónvarp? Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Sjá meira