Justin Bieber með tónleika á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 10. desember 2015 10:55 Sena hefur tilkynnt um að Evrópuhluti Purpose tónleikatúrs Justin Bieber hefjist þann 9. september í Kórnum í Kópavogi. Eru þetta einir stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið hérlendis. Alls verða 19 þúsund miðar í boði. Miðasalan á tónleikana hefst á slaginu klukkan 10 þann19. desember á tix.is. Samkvæmt tilkynningu frá Senu kemur fram að meðlimir aðdáendaklúbbs Justins Bieber fá tækifæri til að kaupa miða á tónleikana fimmtudaginn 17. desember kl. 16. Íslenskar forsölur fara fram daginn áður en almenn sala hefst, eða föstudaginn 18. desember kl. 10. Sena ætlar að kynna fyrirkomulag á þessum forsölum nánar á morgun, föstudag.Þessa mynd setti Justin Bieber á Instagram eftir sundsprett í Fjaðrárglúfri í haust og vakti hún heimsathygli.vísirEins og flestum er kunnugt var Bieber hér á landi í september með ljósmyndaranum Chris Burkard. Bieber fór víða, bæði um sveitirnar og á frétta- og samfélagsmiðlum. Síðar kom í ljós að afrakstur dvalarinnar á Íslandi var nýtt tónlistarmyndband við lagið I'll Show You af plötunni Purpose. Myndbandið er hið glæsilegasta. Bieber sýnir melankólíska hlið á sér og nýtur íslensk náttúra sín til hins ítrasta. Í dag hafa 80 milljónir manns horft á myndbandið á Youtube og ríkir því mikil ánægja með ómetanlega landkynningu sem Ísland fær fyrir vikið. Í myndbandinu má sjá Bieber á nærbuxunum í Jökulsárlóni og í Fjaðrárgljúfri. Það var tekið upp á Suðurlandinu þar sem hann fór við Skógarfoss, Seljalandsfoss og að Sólheimasandi. Þegar Bieber var hér á landi heimsótti meðal annars Reykjanesbæ, Gullfoss og Geysi og Vestmannaeyjar.Purpose kom út 13, nóvember.Bieber gaf út plötuna Purpose nú í nóvember og sló rækilega í gegn. Rauk upp vinsældarlista í meira en 100 löndum og náði hverju laginu á fætur öðru í fyrsta sæti. Hann sló meðal annars met Bítlanna og Drake með því að vera með 17 lög á sama tíma á lista Billboard yfir 200 heitustu lögin nú í byrjun desember. Hann setti einnig nýtt met á Spotify þar sem plötunni var streymt rúmlega tvö hundruð milljón sinnum í útgáfuvikunni. Bieber tilkynnti Bandaríkjalegg tónleikaferðalagsins í spjallþætti Ellen í byrjun nóvember og viðtökurnar stóðu ekki á sér. Upp seldist á 58 tónleika á mettíma og var sex tónleikum bætt við samdægurs. Purpose-túrinn hefst í Seattle í Bandaríkjunum í mars og ferðast Bieber vítt og breidd um landið fram í lok júlí. Evrópuhlutinn hefst síðan á Íslandi 9. september og þaðan fer hann til Þýskalands, Frakklands, Noregs, Finnlands, Svíþjóðar, Danmörku, Bretlands og víðar um álfuna. Tónleikaferðalagi hans lýkur síðan í nóvember.Bieber tilkynnti Evrópubúum um tónleikaferðalagið á Twitter í gær. Europe... I'm coming. #PurposeWorldTour— Justin Bieber (@justinbieber) December 9, 2015 Myndbandið við lagið I'll Show You var allt tekið upp hér á landi í september á þessu ári. Það hefur verið skoðað 80 milljón sinnum á YouTube. Lagið Where Are Ü Now gerði Bieber með tónlistarmönnunum Skrillex and Diplo. Það kom út í vor og markaði endurkomu Bieber á vinsældarlista eftir tveggja ára fjarveru. Að mati gagnrýnenda gaf lagið einnig vísbendingu um að tónlist Bieber væri að breytast. Lagið What Do You Mean? kom út 28. ágúst og er aðalsmáskífa plötunnar Purpose. Lagið sló gjörsamlega í gegn og fór á toppinn út um allan heim. Sorry er önnur smáskífan af Purpose og kom út í lok október. Skrillex vann lagið með Bieber. Lagið mældist afar vel fyrir og hélt vinsældum Bieber uppi út um allan heim. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Á Justin Bieber bestu aðdáendur í heiminum? Ótrúlegur flutningur tónleikagesta Íslandsvinurinn Justin Bieber var mættur á jólatónleika útvarpsstöðvarinnar Capital FM á dögunum og tók órafmagnaða útgáfu af laginu Love Yourself. 8. desember 2015 13:43 Justin Bieber þakkar Íslandi Poppstjarnan fagnar því á Instagram-síðu sinni að nýtt myndband fyrir væntanlegu plötuna Purpose hefur slegið í gegn. 2. nóvember 2015 23:28 Nýtt myndband með Justin Bieber er allt tekið upp á Íslandi Justin Bieber hefur gefið út nýtt myndband við lagið I'll Show You og er það einfaldlega allt tekið upp hér á landi. 2. nóvember 2015 15:37 Vinsælustu myndböndin á Youtube 2015 Miðað við 2014 eyddu notendur 60 prósent meiri tíma á Youtube á þessu ári og er horft á milljarða myndbanda á degi hverjum. 9. desember 2015 17:45 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Sena hefur tilkynnt um að Evrópuhluti Purpose tónleikatúrs Justin Bieber hefjist þann 9. september í Kórnum í Kópavogi. Eru þetta einir stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið hérlendis. Alls verða 19 þúsund miðar í boði. Miðasalan á tónleikana hefst á slaginu klukkan 10 þann19. desember á tix.is. Samkvæmt tilkynningu frá Senu kemur fram að meðlimir aðdáendaklúbbs Justins Bieber fá tækifæri til að kaupa miða á tónleikana fimmtudaginn 17. desember kl. 16. Íslenskar forsölur fara fram daginn áður en almenn sala hefst, eða föstudaginn 18. desember kl. 10. Sena ætlar að kynna fyrirkomulag á þessum forsölum nánar á morgun, föstudag.Þessa mynd setti Justin Bieber á Instagram eftir sundsprett í Fjaðrárglúfri í haust og vakti hún heimsathygli.vísirEins og flestum er kunnugt var Bieber hér á landi í september með ljósmyndaranum Chris Burkard. Bieber fór víða, bæði um sveitirnar og á frétta- og samfélagsmiðlum. Síðar kom í ljós að afrakstur dvalarinnar á Íslandi var nýtt tónlistarmyndband við lagið I'll Show You af plötunni Purpose. Myndbandið er hið glæsilegasta. Bieber sýnir melankólíska hlið á sér og nýtur íslensk náttúra sín til hins ítrasta. Í dag hafa 80 milljónir manns horft á myndbandið á Youtube og ríkir því mikil ánægja með ómetanlega landkynningu sem Ísland fær fyrir vikið. Í myndbandinu má sjá Bieber á nærbuxunum í Jökulsárlóni og í Fjaðrárgljúfri. Það var tekið upp á Suðurlandinu þar sem hann fór við Skógarfoss, Seljalandsfoss og að Sólheimasandi. Þegar Bieber var hér á landi heimsótti meðal annars Reykjanesbæ, Gullfoss og Geysi og Vestmannaeyjar.Purpose kom út 13, nóvember.Bieber gaf út plötuna Purpose nú í nóvember og sló rækilega í gegn. Rauk upp vinsældarlista í meira en 100 löndum og náði hverju laginu á fætur öðru í fyrsta sæti. Hann sló meðal annars met Bítlanna og Drake með því að vera með 17 lög á sama tíma á lista Billboard yfir 200 heitustu lögin nú í byrjun desember. Hann setti einnig nýtt met á Spotify þar sem plötunni var streymt rúmlega tvö hundruð milljón sinnum í útgáfuvikunni. Bieber tilkynnti Bandaríkjalegg tónleikaferðalagsins í spjallþætti Ellen í byrjun nóvember og viðtökurnar stóðu ekki á sér. Upp seldist á 58 tónleika á mettíma og var sex tónleikum bætt við samdægurs. Purpose-túrinn hefst í Seattle í Bandaríkjunum í mars og ferðast Bieber vítt og breidd um landið fram í lok júlí. Evrópuhlutinn hefst síðan á Íslandi 9. september og þaðan fer hann til Þýskalands, Frakklands, Noregs, Finnlands, Svíþjóðar, Danmörku, Bretlands og víðar um álfuna. Tónleikaferðalagi hans lýkur síðan í nóvember.Bieber tilkynnti Evrópubúum um tónleikaferðalagið á Twitter í gær. Europe... I'm coming. #PurposeWorldTour— Justin Bieber (@justinbieber) December 9, 2015 Myndbandið við lagið I'll Show You var allt tekið upp hér á landi í september á þessu ári. Það hefur verið skoðað 80 milljón sinnum á YouTube. Lagið Where Are Ü Now gerði Bieber með tónlistarmönnunum Skrillex and Diplo. Það kom út í vor og markaði endurkomu Bieber á vinsældarlista eftir tveggja ára fjarveru. Að mati gagnrýnenda gaf lagið einnig vísbendingu um að tónlist Bieber væri að breytast. Lagið What Do You Mean? kom út 28. ágúst og er aðalsmáskífa plötunnar Purpose. Lagið sló gjörsamlega í gegn og fór á toppinn út um allan heim. Sorry er önnur smáskífan af Purpose og kom út í lok október. Skrillex vann lagið með Bieber. Lagið mældist afar vel fyrir og hélt vinsældum Bieber uppi út um allan heim.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Á Justin Bieber bestu aðdáendur í heiminum? Ótrúlegur flutningur tónleikagesta Íslandsvinurinn Justin Bieber var mættur á jólatónleika útvarpsstöðvarinnar Capital FM á dögunum og tók órafmagnaða útgáfu af laginu Love Yourself. 8. desember 2015 13:43 Justin Bieber þakkar Íslandi Poppstjarnan fagnar því á Instagram-síðu sinni að nýtt myndband fyrir væntanlegu plötuna Purpose hefur slegið í gegn. 2. nóvember 2015 23:28 Nýtt myndband með Justin Bieber er allt tekið upp á Íslandi Justin Bieber hefur gefið út nýtt myndband við lagið I'll Show You og er það einfaldlega allt tekið upp hér á landi. 2. nóvember 2015 15:37 Vinsælustu myndböndin á Youtube 2015 Miðað við 2014 eyddu notendur 60 prósent meiri tíma á Youtube á þessu ári og er horft á milljarða myndbanda á degi hverjum. 9. desember 2015 17:45 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Á Justin Bieber bestu aðdáendur í heiminum? Ótrúlegur flutningur tónleikagesta Íslandsvinurinn Justin Bieber var mættur á jólatónleika útvarpsstöðvarinnar Capital FM á dögunum og tók órafmagnaða útgáfu af laginu Love Yourself. 8. desember 2015 13:43
Justin Bieber þakkar Íslandi Poppstjarnan fagnar því á Instagram-síðu sinni að nýtt myndband fyrir væntanlegu plötuna Purpose hefur slegið í gegn. 2. nóvember 2015 23:28
Nýtt myndband með Justin Bieber er allt tekið upp á Íslandi Justin Bieber hefur gefið út nýtt myndband við lagið I'll Show You og er það einfaldlega allt tekið upp hér á landi. 2. nóvember 2015 15:37
Vinsælustu myndböndin á Youtube 2015 Miðað við 2014 eyddu notendur 60 prósent meiri tíma á Youtube á þessu ári og er horft á milljarða myndbanda á degi hverjum. 9. desember 2015 17:45