Suzuki stökkmús á 1,6 milljónir Finnur Thorlacius skrifar 29. desember 2015 13:34 Suzuki Alto Works. Suzuki er þekkt fyrir framleiðslu lítilla en vel smíðaðra og oft á tíðum mjög skemmtilegra bíla. Segja má að Suzuki sé að toppa sig í þeim fræðum með þessum Alto Works bíl með forþjöppudrifna þriggja strokka vél og fjórhjóladrif. Vélin er ekki skráð fyrir nema 64 hestöflum sem kemur aðeins úr 0,66 lítra sprengirými og því flokkast þessi mús sem kei-bíll og nýtur skattfríðinda í Japan. Þar sem hann vegur aðeins 670 kíló þá samsvarað það 192 hestöflum í tveggja tonna bíl, sem þætti ekkert lítið. Hann er svo smár bíll að hann er minni en þriggja hurða Mini. Alto Works mun bara fást með 5 gíra beinskiptingu með “shortshift” í takti við sportlega eiginleika bílsins og stífa fjöðrun. Hann kemur á 15 tommu svörtum álfelgum, með Recaro sportsætum, pedölum úr rispuðu stáli og rauðstagaðri innréttingu. Þessi snaggaralegi bíll mun aðeins fást í heimalandinu Japan og er það synd. Bílinn má kaupa á um 1,6 milljónir króna þar, sem vart telst hátt verð fyrir fjórhjóladrifinn forþjöppubíl með mikla sporteiginleika. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent
Suzuki er þekkt fyrir framleiðslu lítilla en vel smíðaðra og oft á tíðum mjög skemmtilegra bíla. Segja má að Suzuki sé að toppa sig í þeim fræðum með þessum Alto Works bíl með forþjöppudrifna þriggja strokka vél og fjórhjóladrif. Vélin er ekki skráð fyrir nema 64 hestöflum sem kemur aðeins úr 0,66 lítra sprengirými og því flokkast þessi mús sem kei-bíll og nýtur skattfríðinda í Japan. Þar sem hann vegur aðeins 670 kíló þá samsvarað það 192 hestöflum í tveggja tonna bíl, sem þætti ekkert lítið. Hann er svo smár bíll að hann er minni en þriggja hurða Mini. Alto Works mun bara fást með 5 gíra beinskiptingu með “shortshift” í takti við sportlega eiginleika bílsins og stífa fjöðrun. Hann kemur á 15 tommu svörtum álfelgum, með Recaro sportsætum, pedölum úr rispuðu stáli og rauðstagaðri innréttingu. Þessi snaggaralegi bíll mun aðeins fást í heimalandinu Japan og er það synd. Bílinn má kaupa á um 1,6 milljónir króna þar, sem vart telst hátt verð fyrir fjórhjóladrifinn forþjöppubíl með mikla sporteiginleika.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent