Nýir Audi Q5 og Q2 Finnur Thorlacius skrifar 29. desember 2015 09:24 Audi E-Tron Quattro tilraunabíllinn. Autoblog Ekki eru nema 10 ár síðan Audi hóf framleiðslu á sínum fyrsta jeppa/jepplingi í formi Q7 bílsins. Nú framleiðir Audi Q7, Q5 og Q3, en ætlar enn að bæta í flotann með tiltölulega smáum jepplingi, Q2. Hann á að koma á markað á nýju ári, en það gerir einnig endurnýjaður Q5 jepplingur. Audi Q5 kom fyrst á markað árið 2008 og er enn af fyrstu kynslóð, þó svo bíllinn hafi fengið andlitslyftingu árið 2012. Fréttir herma að hann muni ekki breytast mikið í útliti (sjá mynd að neðan) en margar nýjungar í bílnum munu hjálpa honum enn frekar í samkeppninni við Mercedes Benz GLC, BMW X3 og Porsche Macan. Audi Q5 mun reyndar standa á sama undirvagni og Porsche Macan, enda bæði fyrirtækin innan Volkswagen bílafjölskyldunnar. Flestir bílaframleiðendur bjóða nú eða munu brátt setja á markað litla jepplinga og Audi Q2 er gott dæmi um það að í slíkum bílum er eitt stærsta markaðstækifæri bílaframleiðenda, enda gleypa bílakaupendur við slíkum bílum þessa dagana. Hann mun keppa við bíla annarra lúxusbílaframleiðenda, svo sem Mercedes Benz GLA, BMW X1 og Mini Countryman. Audi ætlar síðan að setja sinn fyrsta rafmagnsbíl á markað árið 2018 og verður hann að öllum líkindum byggður á tilraunabílnum Audi E-Tron Quattro sem var sýndur á síðustu bílasýningu í Frankfürt og sést hér á myndinni að ofan. Audi er líka að huga að framleiðslu Q6 og Q4 bílum sem báðir verða með coupe-lagi. Audi hefur þó ekki látið uppi hvenær þeir koma á markað.Ný kynslóð Audi Q5 í feluklæðum. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flugferðum aflýst Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent
Ekki eru nema 10 ár síðan Audi hóf framleiðslu á sínum fyrsta jeppa/jepplingi í formi Q7 bílsins. Nú framleiðir Audi Q7, Q5 og Q3, en ætlar enn að bæta í flotann með tiltölulega smáum jepplingi, Q2. Hann á að koma á markað á nýju ári, en það gerir einnig endurnýjaður Q5 jepplingur. Audi Q5 kom fyrst á markað árið 2008 og er enn af fyrstu kynslóð, þó svo bíllinn hafi fengið andlitslyftingu árið 2012. Fréttir herma að hann muni ekki breytast mikið í útliti (sjá mynd að neðan) en margar nýjungar í bílnum munu hjálpa honum enn frekar í samkeppninni við Mercedes Benz GLC, BMW X3 og Porsche Macan. Audi Q5 mun reyndar standa á sama undirvagni og Porsche Macan, enda bæði fyrirtækin innan Volkswagen bílafjölskyldunnar. Flestir bílaframleiðendur bjóða nú eða munu brátt setja á markað litla jepplinga og Audi Q2 er gott dæmi um það að í slíkum bílum er eitt stærsta markaðstækifæri bílaframleiðenda, enda gleypa bílakaupendur við slíkum bílum þessa dagana. Hann mun keppa við bíla annarra lúxusbílaframleiðenda, svo sem Mercedes Benz GLA, BMW X1 og Mini Countryman. Audi ætlar síðan að setja sinn fyrsta rafmagnsbíl á markað árið 2018 og verður hann að öllum líkindum byggður á tilraunabílnum Audi E-Tron Quattro sem var sýndur á síðustu bílasýningu í Frankfürt og sést hér á myndinni að ofan. Audi er líka að huga að framleiðslu Q6 og Q4 bílum sem báðir verða með coupe-lagi. Audi hefur þó ekki látið uppi hvenær þeir koma á markað.Ný kynslóð Audi Q5 í feluklæðum.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flugferðum aflýst Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent