Handbolti

Snorri skorar sjö mörk að meðaltali í leik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson.
Snorri Steinn Guðjónsson. vísir/vilhelm
Snorri Steinn Guðjónsson hefur farið mikinn í franska handboltanum í vetur og er þriðji markahæsti leikmaður frönsku úrvalsdeildarinnar.

Snorri Steinn er búinn að skora 98 mörk í vetur eða 7 mörk að meðaltali í leik. 27 þessara marka hafa komið af vítalínunni og níu víti hafa farið forgörðum hjá miðjumanninum. Okkar maður greinilega í góðu formi sem eru góð tíðindi fyrir EM.

Daninn Mikkel Hansen er markahæstur í deildinni með 122 mörk. Hann er að skora 9,38 mörk að meðaltali í leik og hefur verið algjörlega óstöðvandi. Hann hefur skorað 66 mörk af vítalínunni.

Nemanja Ilic er næstmarkahæstur með 102 mörk og er með 7,29 mörk að meðaltali í leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×