Nýr Mercedes E-Class spæjaður Finnur Thorlacius skrifar 28. desember 2015 15:23 Ný kynslóð E-Class í feluklæðum. worldcarfans Næsta kynslóð E-Class bíls Mercedes Benz á ekki að koma á markað fyrr en árið 2017, en prófanir standa yfir hjá Benz og náðist þessi mynd af bílnum við þær. Þó svo að bíllinn sé í heilmiklum feluklæðum má samt sjá að hann mun bera að miklu leiti sama svip og minni bróðir hans, C-Class. Meðal annars sést að hliðarspeglarnir eru nú áfastir hurðunum líkt og á C-Class. Nýr E-Class fær MRA-undirvagn og við léttast talsvert frá núverandi kynslóð. Samt verður hann rúmbetri og með stærra skott. Mælaborð bílsins verður stafrænt líkt og í S-Class flaggskipinu. Tvær nýjar forþjöppudrifnar fjögurra strokka vélar verða í boði í nýjum E-Class, en einnig má fá hann með enn öflugri sex strokka vél. Einnig verður í boði AMG-útfærsla með 550 hestafla vél og S-útgáfa hans með 580 hestafla rokk. E-Class verður fyrst sýndur þann 11. janúar í Detroit í Bandaríkjunum, en bíllinn kemur ekki á markað fyrr en á fyrri helmingi ársins 2017. Heyrst hefur að Benz ætli að bjóða upphækkaða gerð E-Class langbaksgerðarinnar sem keppa á við Audi A6 Allroad um hylli kaupenda. Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent
Næsta kynslóð E-Class bíls Mercedes Benz á ekki að koma á markað fyrr en árið 2017, en prófanir standa yfir hjá Benz og náðist þessi mynd af bílnum við þær. Þó svo að bíllinn sé í heilmiklum feluklæðum má samt sjá að hann mun bera að miklu leiti sama svip og minni bróðir hans, C-Class. Meðal annars sést að hliðarspeglarnir eru nú áfastir hurðunum líkt og á C-Class. Nýr E-Class fær MRA-undirvagn og við léttast talsvert frá núverandi kynslóð. Samt verður hann rúmbetri og með stærra skott. Mælaborð bílsins verður stafrænt líkt og í S-Class flaggskipinu. Tvær nýjar forþjöppudrifnar fjögurra strokka vélar verða í boði í nýjum E-Class, en einnig má fá hann með enn öflugri sex strokka vél. Einnig verður í boði AMG-útfærsla með 550 hestafla vél og S-útgáfa hans með 580 hestafla rokk. E-Class verður fyrst sýndur þann 11. janúar í Detroit í Bandaríkjunum, en bíllinn kemur ekki á markað fyrr en á fyrri helmingi ársins 2017. Heyrst hefur að Benz ætli að bjóða upphækkaða gerð E-Class langbaksgerðarinnar sem keppa á við Audi A6 Allroad um hylli kaupenda.
Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent