Lífið

Spiluðu fyrir góðgerðarfélög: Óvænt útspil undir lokin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Katla og Logi fóru á kostum.
Katla og Logi fóru á kostum. vísir
Sérstök hátíðarútgáfa af Spilakvöldi var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi en þar kepptu sérvaldir liðsstjórar um ákveðið góðgerðarmál.

Logi Bergmann Eiðsson spilaði fyrir ABC Barnahjálp og Katla Margrét Þorgeirsdóttir fyrir Barnaspítala Hringsins.

Logi varð að taka þátt í leiknum Hvað heitir þú? og safna fyrir ABC Barnahjálp. Hann fékk Kötlu Margréti með sér í lið og saman náðu þau fullu húsi stiga.

Áður höfðu þau ákveðið að bæði góðgerðarfélögin skildu fá jafn mikið en 365 miðlar tvöfölduðu upphæðina og því fékk ABC og Barnaspítali Hringsins bæði 150 þúsund krónur.

Hér að neðan má sjá þetta skemmtileg loka atriði í þættinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×