Lífið

Haskell Wexler látinn

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Haskell Wexler
Haskell Wexler
Hinn margverðlaunaði kvikmyndatökumaður Haskell Wexler er látinn, 93 ára að aldri.

Sonur hans, Jeff, tilkynnti um andlátið á vefsíðu sinni þar sem segir: „Það er með miklum trega sem ég tilkynni að faðir minn, Haskell Wexler, er látinn. Pabbi dó í svefni, sunnudaginn 27. desember 2015,“ skrifaði Jeff Wexler.

Hann bætti við: „Þegar pabbi tók við Óskarsverðlaununum árið 1967 sagði hann: „Ég vona að list okkar geti stuðlað að ást og frið.“ Ótrúlegu lífshlaupi hans er nú lokið en ævilöng barátta hans fyrir friði og manngæsku mun lifa áfram.“

Haskell Wexler er hvað þekktastur fyrir vinnu sína við kvikmyndirnar Who’s Afraid of Virginia Woolf? og One Flew Over the Cuckoo’s Nest.

Wexler kom síðast opinberlega fram fyrir nokkrum vikum þegar hann sótti verðlaunahátíðina IDA Documentary Awards í Paramount myndverinu.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×