Lífið

Guns N´ Roses að koma saman í upprunalegri mynd?

Stefán Ó. Jónsson skrifar
vísir/getty
Aðdáendur geta sér nú til um að hljómsveitin Guns N‘ Roses undirbúi endurkomu sína eftir stóraukna virkni á netinu og samfélagsmiðlunum að undanförnum.

Til marks um það eru miklar breytingar sem hafa átt sér stað á vefsíðu sveitarinnar á síðustu vikum. Þannig hefur upprunlega merki sveitarinnar, byssur umvafðar rósum, verið komið fyrir á vefsíðunni og á Facebook-síðu Guns N‘ Roses hefur verið óvenjulega mikil virkni.

Þetta hefur gefið aðdáendum tilefni til bjartsýni og margir hverjir eru sannfærðir um að þetta sé til marks um að sveitin kunni að koma saman á ný – og það í upprunalegri mynd.

Viðbrögðin hafa þó verið blendin. Meðan margir netverjar hafa hoppað hæð sína af kæti eru aðrir sem minna á að tónleikar sveitarinnar hafi verið upp og ofan á undanförnum árum. 

„Þeir mættu um 90 mínútum of seint og spiluðu langt fram yfir auglýstan tíma þannig að skipuleggjendur hátíðarinnar neyddust til að kippa þeim úr sambandi til að sleppa við háar sektir,“ hafði einn notandi Reddit um frammistöðu þeirra á Reading tónleikahátíðinni ári 2010 að segja.

Notandinn bætti við: „Axl og félagar létu þó ekki þar við sitja heldur komu aftur á svið og fluttu vandræðalega órafmagnaða útgáfu af Paradise City (bókstaflega órafmagnaða, það var ekki kveikt á neinum raftækjum, það heyrðist bara í trommunum) þar sem Axl söng í gegnum gjallarhorn. Fullkomin niðurlæging.“

Endurkomuorðrómar hafa verið á sveimi síðan í september. Því er haldið fram að söngvarinn Axl Rose og gítarleikarinn Slash hafi grafið stríðsöxina og heimildir Dish Nation herma að þeir hafi náð munnlegu samkomulegi um að rotta saman upprunalegu meðlimum Guns N‘ Roses.

„Tónleikar eru tækifærið þeirra til að sýna þeim heiminum hvað í þeim bjó – sem og að græða peninga,“ segja heimildirnar.

Síðast kom sveitin saman í upprunalegri mynd á tónleikum í Argentínu þann 17. júlí 1993.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×