Afmæli Frelsarans Hugleikur Dagsson skrifar 24. desember 2015 07:00 Segjum sem svo að Jesús myndi loksins mæta í afmælið sitt, þessi jól. Hvað myndi hann segja? Eða hvað myndum við segja við hann? - Hey, Jesús. Hérna, ekki vera reiður. En skólabörn eru hætt að syngja lög um þig í desember. Núna syngja þau bara um jólasveina og síðar buxur og könnur á stólum. - Ha? Það er allt í lagi. Ég meina, ég kann alveg að meta lögin um mig og mömmu og stjörnuna og það. Það er reyndar aldrei minnst á Jósep, greyið kallinn fær aldrei kredit. En persónulega truflar þetta mig ekki. Bjart er yfir Betlehem og Heims um ból og öll þessi lög eru sko basically afmælislögin mín. Og engum finnst gaman að hlusta á afmælissönginn um sig. Það er bara eitthvað sem maður gerir af skyldurækni áður en maður blæs á kertin. En ímyndaðu þér að heyra það oft á dag, allan afmælismánuðinn, alls staðar, alltaf. Takk fyrir athyglina, en í alvöru, þessi hátíð snýst ekki bara um mig. Ekki misskilja mig, það er rosalega fallegt af ykkur að sýna mér og fjölskyldu minni þessa virðingu, og minnast erfiðleikanna sem við gengum í gegnum. Foreldrar mínir voru ekki orðin tvítug þegar þau neyddust til að flýja heimaslóðir sínar sökum trúarofstækis og ofbeldis. Það var náttúrulega ekkert grín að búa í Miðausturlöndum á þessum tíma. Svo var mamma að springa úr óléttu í ofanálag. Samt vildi enginn veita þeim húsaskjól. Fjölskylda mín var ekki þeirra vandamál. Að lokum fundu þau fjárhús og þar fæddist ég innan um klaufdýr. Það hefði verið næs að fá einhverja hjálp þá. En takk samt fyrir að semja öll þessi fallegu lög eftir á. Og ef ykkur langar svona rosalega mikið til að sýna miðausturlenskum flóttafjölskyldum alla þessa samúð og umhyggju, þá eru söfnunarbaukar útum allan bæ. Milljónir María og Jósepa eru að leita sér að íbúð. Og svo er ekki einu sinni víst að ég hafi fæðst í desember. Þannig að slakiði á. Veriði bara góð hvert við annað. Ég fíla svoleiðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hugleikur Dagsson Jólafréttir Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun
Segjum sem svo að Jesús myndi loksins mæta í afmælið sitt, þessi jól. Hvað myndi hann segja? Eða hvað myndum við segja við hann? - Hey, Jesús. Hérna, ekki vera reiður. En skólabörn eru hætt að syngja lög um þig í desember. Núna syngja þau bara um jólasveina og síðar buxur og könnur á stólum. - Ha? Það er allt í lagi. Ég meina, ég kann alveg að meta lögin um mig og mömmu og stjörnuna og það. Það er reyndar aldrei minnst á Jósep, greyið kallinn fær aldrei kredit. En persónulega truflar þetta mig ekki. Bjart er yfir Betlehem og Heims um ból og öll þessi lög eru sko basically afmælislögin mín. Og engum finnst gaman að hlusta á afmælissönginn um sig. Það er bara eitthvað sem maður gerir af skyldurækni áður en maður blæs á kertin. En ímyndaðu þér að heyra það oft á dag, allan afmælismánuðinn, alls staðar, alltaf. Takk fyrir athyglina, en í alvöru, þessi hátíð snýst ekki bara um mig. Ekki misskilja mig, það er rosalega fallegt af ykkur að sýna mér og fjölskyldu minni þessa virðingu, og minnast erfiðleikanna sem við gengum í gegnum. Foreldrar mínir voru ekki orðin tvítug þegar þau neyddust til að flýja heimaslóðir sínar sökum trúarofstækis og ofbeldis. Það var náttúrulega ekkert grín að búa í Miðausturlöndum á þessum tíma. Svo var mamma að springa úr óléttu í ofanálag. Samt vildi enginn veita þeim húsaskjól. Fjölskylda mín var ekki þeirra vandamál. Að lokum fundu þau fjárhús og þar fæddist ég innan um klaufdýr. Það hefði verið næs að fá einhverja hjálp þá. En takk samt fyrir að semja öll þessi fallegu lög eftir á. Og ef ykkur langar svona rosalega mikið til að sýna miðausturlenskum flóttafjölskyldum alla þessa samúð og umhyggju, þá eru söfnunarbaukar útum allan bæ. Milljónir María og Jósepa eru að leita sér að íbúð. Og svo er ekki einu sinni víst að ég hafi fæðst í desember. Þannig að slakiði á. Veriði bara góð hvert við annað. Ég fíla svoleiðis.