Nissan dregur sig úr þolaksturskeppnum Finnur Thorlacius skrifar 23. desember 2015 09:05 Nissan GT-R LM Nismo. Autoblog Nissan kom verulega á óvart með þátttökubíl sínum í þolaksturskeppnum síðasta tímabils með framhjóladrifnum bíl með vélina frammí, sem kallaður var GT-R LM Nismo. Nissan taldi með því að bíllinn hefði yfirburði yfir aðra keppnisbíla með betra gripi og meiri yfirþrýstingi á griphjólin og betra loftflæði. Þetta reyndist alrangt hjá Nissan og bíllinn stóð sig ílla í samkeppninni við Porsche, Audi og Toyota bíla sem slátruðu þessum byltingarkennda bíl. Þetta hefur Nissan nú viðurkennt og hefur dregið sig úr keppninni. Nissan var með 3 svona keppnisbíla í Le Mans keppninni og enginn þeirra kláraði keppnina, svo að eitthvað meira var að þessum bílum. Það að Nissan dregur sig bæði úr Le Mans keppninni og þolaksturkeppnisröðinni FIA World Endurance Championship er ekki til að gleðja keppnishaldara sem glaðst hafa yfir þátttöku hvaða bílaframleiðanda sem er, ekki síst stórra framleiðenda eins og Nissan. Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent
Nissan kom verulega á óvart með þátttökubíl sínum í þolaksturskeppnum síðasta tímabils með framhjóladrifnum bíl með vélina frammí, sem kallaður var GT-R LM Nismo. Nissan taldi með því að bíllinn hefði yfirburði yfir aðra keppnisbíla með betra gripi og meiri yfirþrýstingi á griphjólin og betra loftflæði. Þetta reyndist alrangt hjá Nissan og bíllinn stóð sig ílla í samkeppninni við Porsche, Audi og Toyota bíla sem slátruðu þessum byltingarkennda bíl. Þetta hefur Nissan nú viðurkennt og hefur dregið sig úr keppninni. Nissan var með 3 svona keppnisbíla í Le Mans keppninni og enginn þeirra kláraði keppnina, svo að eitthvað meira var að þessum bílum. Það að Nissan dregur sig bæði úr Le Mans keppninni og þolaksturkeppnisröðinni FIA World Endurance Championship er ekki til að gleðja keppnishaldara sem glaðst hafa yfir þátttöku hvaða bílaframleiðanda sem er, ekki síst stórra framleiðenda eins og Nissan.
Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent