529 hestafla Vauxhall pallbíll Finnur Thorlacius skrifar 21. desember 2015 10:22 Vauxhall Maloo LSA. Autoblog Í Bretlandi má fá þennan Vauxhall Maloo LSA pallbíll með 529 hestafla vél og er hann eðlilega öflugasti pallbíll sem kaupa má þar í landi. Þessi bíll er upprunninn hjá Holden í Ástralíu, en Holden er undirmerki General Motors þar í landi, en Vauxhall og Opel tilheyra einnig General Motors. Vélin í bílnum er 6,2 lítra V8 með keflablásara og með henni er bíllinn 4,6 sekúndur í hundraðið. Hann getur tekið 540 kíló á pallinn og þá er hann kannski ekki eins fljótur upp og hætt er við því að farmurinn hyrfi af bílnum ef allt afl bílsins yrði virkjað. Vauxhall bauð áður þennan bíl með 425 hestafla V8 vél, en mun með tilkomu þeirrar 6,2 lítra hætta framleiðslu hans. Allt þetta afl er ekki ókeypis því bíllinn kostar 54.500 pund í Bretlandi, eða 10,6 milljónir króna. Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent
Í Bretlandi má fá þennan Vauxhall Maloo LSA pallbíll með 529 hestafla vél og er hann eðlilega öflugasti pallbíll sem kaupa má þar í landi. Þessi bíll er upprunninn hjá Holden í Ástralíu, en Holden er undirmerki General Motors þar í landi, en Vauxhall og Opel tilheyra einnig General Motors. Vélin í bílnum er 6,2 lítra V8 með keflablásara og með henni er bíllinn 4,6 sekúndur í hundraðið. Hann getur tekið 540 kíló á pallinn og þá er hann kannski ekki eins fljótur upp og hætt er við því að farmurinn hyrfi af bílnum ef allt afl bílsins yrði virkjað. Vauxhall bauð áður þennan bíl með 425 hestafla V8 vél, en mun með tilkomu þeirrar 6,2 lítra hætta framleiðslu hans. Allt þetta afl er ekki ókeypis því bíllinn kostar 54.500 pund í Bretlandi, eða 10,6 milljónir króna.
Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent