Lífið

Aron og Margrét vinsælust

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Hagstofan birtir upplýsingar um vinsælustu nöfnin og algengustu afmælisdagana.
Hagstofan birtir upplýsingar um vinsælustu nöfnin og algengustu afmælisdagana. Vísir/Getty Images
Aron og Margrét voru vinsælustu eiginnöfn nýfæddra barna á síðasta ári. Þar á eftir komu nöfnin Alexander og Viktor fyrir drengi og Anna og Emma fyrir stúlkur. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

Þór var langvinsælasta annað nafn drengja og María hjá stúlkum. Nöfnin Hrafn og Freyr voru líka vinsæl sem og Rós og Ósk.

Tíu algengustu nöfn á Íslandi voru þau sömu á síðasta ári og árið 2010. Hjá körlum var það Jón, svo Sigurður og Guðmundur en hjá konum Guðrún, svo Anna og Kristín. Tíu algengustu nöfnin hjá bæði körlum og konum hafa verið þau sömu frá 2010.

Flestir Íslendingar eru með fleiri en eitt nafn og samkvæmt Hagstofunni eru algengustu samsetningarnar Jón Þór og Anna María. 

Hagstofan hefur einnig tekið saman upplýsingar um afmælisdaga Íslendinga. Algengara eru að börn fæðist að sumri og hausti en yfir vetrarmánuðina. 51,5 prósent landsmanna eiga afmæli á tímabilinu frá apríl til september. 

Flestir áttu afmæli 27. September, alls 1.025 einstaklingar, en fæstir 29. Febrúar, 210 einstaklingar. 667 munu fagna afmæli á jóladag en 709 á aðfangadag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.