Handbolti

Fyrrverandi landsliðsmaður Íslands orðinn þjálfari Púertó Ríkó

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Garcia í leik með íslenska landsliðinu.
Garcia í leik með íslenska landsliðinu. vísir/vilhelm
Jaliesky Garcia, fyrrverandi landsliðsmaður Íslands í handbolta, er tekinn við landsliði Púertó Ríkó.

Garcia er frá Kúbu en kom til Íslands árið 2000 og gekk til liðs við HK. Garcia lék í þrjú tímabil með Kópavogsliðinu og varð bikarmeistari með því árið 2003.

Garcia gekk til liðs við þýska liðið Göppingen 2003 og lék með því til 2009 þegar hann lagði skóna á hilluna.

Garcia fékk íslenska ríkisborgararétt 2003 og lék sinn fyrsta landsleik þegar Ísland tapaði 39-34 fyrir Þýskalandi í Berlín 22. mars það ár.

Garcia lék alls 46 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim 149 mörk. Hann lék  með íslenska landsliðinu á EM 2004 og 2008 og Ólympíuleikunum 2004.

Nú eru því fimm fyrrverandi íslenskir landsliðsmenn starfandi landsliðsþjálfarar: Garcia (Púertó Ríkó), Dagur Sigurðsson (Þýskaland), Guðmundur Guðmundsson (Danmörk), Patrekur Jóhannesson (Austurríki) og Aron Kristjánsson (Ísland).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×