Lífið

Ásmundur Friðriksson tekur þátt í listahátíð

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, málar litla mynd á listahátíðinni Ferskir vindar í Garði.
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, málar litla mynd á listahátíðinni Ferskir vindar í Garði. vísir/anton brink
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sat við borð í Garði í gær og málaði litla mynd undir handleiðslu listamannsins Laurent Reynies. Listaverk Ásmundar er hluti af hátíðinni Ferskir vindar sem nú fer fram í Garði.

Fimmtíu listamenn frá fjölmörgum löndum taka þátt í hátíðinni og munu skapa sitt verkið hver á fimm vikna tímabili. Sýning á verkunum mun síðan opna þann níunda janúar á nýju ári.

„Hátíðin er nú haldin í fjórða skipti og mér var boðið að taka þátt. Þarna var einn með mér í dag sem fór með mér yfir nokkur atriði,“ segir Ásmundur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×