Handbolti

Rut: Komum ákveðnari til leiks á morgun

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Rut í leik með íslenska landsliðinu.
Rut í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Valli
„Við ætlum okkur að gera betur en í leiknum á fimmtudaginn, það er margt sem við getum gert betur og við ætlum okkur að koma mun ákveðnari til leiks á sunnudaginn,“ sagði Rut Jónsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, eftir æfingu í dag en liðið á leik gegn Þýskalandi á morgun.

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hóf undankeppni EM 2016 á 10 marka tapi, 27-17, fyrir Frakklandi í Antibes á fimmtudaginn en sóknarleikur liðsins var ekki nægilega góður í leiknum.

 

„Við spiluðum fína vörn, sérstaklega í fyrri hálfleik en sóknarleikurinn var augljóslega ekki nægilega góður. Við áttum erfitt með að komast í gegn um vörn franska liðsins, þær spiluðu framarlega ólíkt því sem Þýskaland gerir. Við þurfum að reyna að keyra upp meiri hraða í sóknarleiknum á morgun.“

Rut vonaðist til þess að með betri varnarleik fengi íslenska liðið fleiri auðveld mörk.

„Það var ekki nægilega mikil markvarsla gegn Frökkum útaf vörninni, við vorum að missa þær of mikið í gegn og fyrir vikið fengum við engin hraðaupphlaup og við þurfum að fá hraðaupphlaupsmörk. Það gefur svo mikið fyrir liðið og alla að fá hraðaupphlaupsmörk.“

Rut telur að þýska liðið henti því íslenska jafnvel betur.

„Þær eru stórar og sterkar eins og franska liðið en ekki jafn snöggar og treysta meira á skytturnar. Við erum flestar frekar hraðar á fótunum og við náðum ekki að nýta það gegn Frakklandi en við getum vonandi nýtt okkur það á morgun.“


Tengdar fréttir

Þurfum að laga sóknina

Stelpurnar okkar í íslenska handboltalandsliðinu mæta Þýskalandi í öðrum leik liðsins í undankeppni EM 2017, en sá fyrsti tapaðist gegn firnasterku liði Frakklands á fimmtudagskvöldið. Þjóðverjar eru með sterkt lið sem er vant því að vera á stórmótum.

Ágúst: Of margar sem spiluðu undir getu í dag

Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, var að vonum vonsvikinn með 10 marka tap, 27-17, fyrir Frökkum í undankeppni EM 2016 í Frakklandi í dag.

Tíu marka tap í Frakklandi

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hóf undankeppni EM 2016 á 10 marka tapi, 27-17, fyrir Frakklandi í Antibes í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×