Lífið

Svona lítur dýrasta íbúðin í New York út - Myndir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rosalegt útsýni.
Rosalegt útsýni. vísir
Fasteignaverðið í New York borg er eitt af því hæsta í heiminum. Byggingin One57 er ein dýrasta bygging í heiminum og sérstaklega penthouse íbúðin.

Húsið er 73. hæða og staðsett í miðri Manhattan og er dýrasta byggingin í New York. Verðið á hverju ferfeti er um 6000 dollarar eða því sem samsvarar um 800.000 krónum. Á síðasta ári hækkaði verðið á íbúðum í húsinu um 18,5 prósent.

Ein af íbúðum hússins var seld á dögunum og var kaupverðið 100 milljónir dollara eða því sem samsvarar þrettán milljörðum íslenskra króna. Það var í fyrsta sinn sem íbúð fór á meira en 100 milljónir í New York. Húsið er 300 metrar hátt en penthouse-íbúðin er 370 fermetrar að stærð. Á fyrsti 39 hæðunum er hótelið Park Hyatt.

Hér að neðan má sjá myndir úr íbúðinni sem um ræðir. 

Það er svakalegt útsýni í íbúðinni.
Alls eru sex svefnherbergi í íbúðinni.vísir
Nokkuð fínt eldhús.vísir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×