Ekki virða allir sölubann á rjúpu Karl Lúðvíksson skrifar 9. nóvember 2015 11:30 Hófleg veiði á góðum degi. Mynd: KL Þá er þriðju helginni lokið á þessu rjúpnaveiðitímabili og þrátt fyrir rysjótt veður víða um land veiddu flestir ágætlega. Það var gott veður á föstudag og sunnudag svo til um allt land en laugardagurinn var þó sérstaklega slæmur til veiða á vesturlandi, og reyndar víðar. Það kom þó varla að sök því þeir veiðimenn sem hafa verið að pósta myndum á samfélagsmiðlunum hafa greinilega flestir verið að gera fína veiði. Það sem vekur líka athygli er að sjá mun hófsamari veiðar en oft þekkist en það eru þó til undantekningar á því. Þar sem rjúpnastofninn hefur verið í mikilli sveiflu hafa veiðimenn verið hvattir til að veiða í hófi til að ganga ekki nærri stofninum og það er greinilegt á allri umræðu að langflestir veiðimenn fylgja þessum tilmælum og veiða einungis fyrir sjálfan sig, kannski aðeins í kringum sig en það er þó ekki í neinu magni að ráði. Nokkrir veiðimenn hafa þó greinilega veitt mun meira en aðrir og eru dæmi um að nokkrar skyttur séu að skjóta 200-300 rjúpur á tímabilinu og það er nokkuð augljóst að engin einn maður eða fjölskyldan hans er að fara borða þann fjölda. Hvað verður þá um þennan afla? Með því að senda einkaskilaboð á fimm skyttur sem hafa veitt mikið magn af rjúpu, og það er auðséð á myndum sem hafa verið settar á t.d. Facebook í opinbera birtingu, fékk útsendari Veiðivísis jákvæð svör frá fjórum skyttum með sölu á rjúpum. Verðið var 4000-5000 kr fyrir stykkið staðgreitt í reiðufé. Það er afskaplega leiðinlegt þegar örfáir aðilar setja ljótann blett á rjúpnaveiðar með þessu athæfi. Tilgangur rjúpnaveiða á að vera heilbrigð og góð útivera, góð og hófleg veiði, góð umgengni og virðing við náttúruna. Magnveiðar í tekjuskyni fellur ekki í þann flokk. Mest lesið Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Haustbragur á veiðitölum vikunnar Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Korpa komin í 250 laxa Veiði Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Veiði Eldislaxar veiðast í mörgum ám Veiði
Þá er þriðju helginni lokið á þessu rjúpnaveiðitímabili og þrátt fyrir rysjótt veður víða um land veiddu flestir ágætlega. Það var gott veður á föstudag og sunnudag svo til um allt land en laugardagurinn var þó sérstaklega slæmur til veiða á vesturlandi, og reyndar víðar. Það kom þó varla að sök því þeir veiðimenn sem hafa verið að pósta myndum á samfélagsmiðlunum hafa greinilega flestir verið að gera fína veiði. Það sem vekur líka athygli er að sjá mun hófsamari veiðar en oft þekkist en það eru þó til undantekningar á því. Þar sem rjúpnastofninn hefur verið í mikilli sveiflu hafa veiðimenn verið hvattir til að veiða í hófi til að ganga ekki nærri stofninum og það er greinilegt á allri umræðu að langflestir veiðimenn fylgja þessum tilmælum og veiða einungis fyrir sjálfan sig, kannski aðeins í kringum sig en það er þó ekki í neinu magni að ráði. Nokkrir veiðimenn hafa þó greinilega veitt mun meira en aðrir og eru dæmi um að nokkrar skyttur séu að skjóta 200-300 rjúpur á tímabilinu og það er nokkuð augljóst að engin einn maður eða fjölskyldan hans er að fara borða þann fjölda. Hvað verður þá um þennan afla? Með því að senda einkaskilaboð á fimm skyttur sem hafa veitt mikið magn af rjúpu, og það er auðséð á myndum sem hafa verið settar á t.d. Facebook í opinbera birtingu, fékk útsendari Veiðivísis jákvæð svör frá fjórum skyttum með sölu á rjúpum. Verðið var 4000-5000 kr fyrir stykkið staðgreitt í reiðufé. Það er afskaplega leiðinlegt þegar örfáir aðilar setja ljótann blett á rjúpnaveiðar með þessu athæfi. Tilgangur rjúpnaveiða á að vera heilbrigð og góð útivera, góð og hófleg veiði, góð umgengni og virðing við náttúruna. Magnveiðar í tekjuskyni fellur ekki í þann flokk.
Mest lesið Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Haustbragur á veiðitölum vikunnar Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Korpa komin í 250 laxa Veiði Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Veiði Eldislaxar veiðast í mörgum ám Veiði