George Soros fjárfestir í bílasölum Finnur Thorlacius skrifar 9. nóvember 2015 10:30 George Soros. Autonews Bandaríski fjárfestirinn Geaorge Soros hefur keypt hlut í þarlendri keðju bílasala sem heitir McLarty Automotive Group. McLarty bílsaölukeðja þessi var stofnuð í fyrra af Mark McLarty og Soros og hann hafa áður staðið saman í fjárfestingum. Bílasölurnar sem heyra undir keðjuna eru flestar staðsettar í miðríkjum Bandaríkjanna. Eins og er samanstendur keðjan aðeins af 8 bílsölum sem selja alls 14 bílamerki. Þær eru flestar í Missouri. Soros hefur sagt að hann sé tilbúinn að fjárfesta fyrir 1 milljarð Bandaríkjadala í bílsölum, eða 131 milljarða króna. Er það ef til vill til marks um góða sölu bíla í Bandaríkjunum nú um stundir og væntingar um áframhaldandi góða sölu á næstu árum í góðu efnahagsástandi landsins. McLarty Group áætlar að selja um 20.000 nýja og notaða bíla á þessu ári. McLarty hefur rekið bílasölukeðjur í Kína, Brasilíu og Mexikó í ríflega áratug, en hann snéri aftur til Bandaríkjanna í fyrra og ætlar sér stóra hluti í bílasölu í heimalandinu. Hann á þó ennþá hluti í bílasölum þeim sem hann stofnaði í Kína, Brasilíu og Mexikó. McLarty og Soros ætla að fjárfesta saman í fleiri bílsölum í Bandaríkjunum. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent
Bandaríski fjárfestirinn Geaorge Soros hefur keypt hlut í þarlendri keðju bílasala sem heitir McLarty Automotive Group. McLarty bílsaölukeðja þessi var stofnuð í fyrra af Mark McLarty og Soros og hann hafa áður staðið saman í fjárfestingum. Bílasölurnar sem heyra undir keðjuna eru flestar staðsettar í miðríkjum Bandaríkjanna. Eins og er samanstendur keðjan aðeins af 8 bílsölum sem selja alls 14 bílamerki. Þær eru flestar í Missouri. Soros hefur sagt að hann sé tilbúinn að fjárfesta fyrir 1 milljarð Bandaríkjadala í bílsölum, eða 131 milljarða króna. Er það ef til vill til marks um góða sölu bíla í Bandaríkjunum nú um stundir og væntingar um áframhaldandi góða sölu á næstu árum í góðu efnahagsástandi landsins. McLarty Group áætlar að selja um 20.000 nýja og notaða bíla á þessu ári. McLarty hefur rekið bílasölukeðjur í Kína, Brasilíu og Mexikó í ríflega áratug, en hann snéri aftur til Bandaríkjanna í fyrra og ætlar sér stóra hluti í bílasölu í heimalandinu. Hann á þó ennþá hluti í bílasölum þeim sem hann stofnaði í Kína, Brasilíu og Mexikó. McLarty og Soros ætla að fjárfesta saman í fleiri bílsölum í Bandaríkjunum.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent