„Gróttumarkvörðurinn“ sem stoppaði Gróttu: Nei, ég held að þeir sjái ekki eftir þessu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2015 06:00 Elín Jóna Þorsteinsdóttir. Vísir/Stefán Það stefnir í mjög jafna toppbaráttu í Olís-deild kvenna í handbolta og gott dæmi um það er æsispennandi leikur Hauka og Íslandsmeistara Gróttu um helgina. Hetja Hauka var markvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir, sem er einmitt á láni frá Gróttu. Elín Jóna varði dauðafæri frá Gróttustelpu rétt áður en leiktíminn rann út en hún tryggði Haukum með því stig og þar með toppsæti deildarinnar áfram. „Þetta var skemmtilegur leikur en það var jafnframt svolítið erfitt að mæta Gróttu. Það var svo öðruvísi að spila á móti stelpum sem ég er búin að æfa með eiginlega alla mína ævi,“ segir Elín Jóna sem varði vel í leiknum eins og hún hefur gert í vetur. „Auðvitað hefðum við vilja vinna leikinn en stig er alltaf stig,“ segir Elín Jóna. Elín Jóna varð tvöfaldur meistari með Gróttu í fyrra en þá sem varamarkvörður Írisar Bjarkar Símonardóttur. Hún samdi síðan við Gróttu í haust en fór um leið á láni í eitt ár til Haukanna. „Íris er frábær markvörður og það er erfitt að reyna að skáka hana út. Það var flott hjá Gróttu að leyfa mér að fara á láni af því að mig vantaði reynslu. Mér fannst ég vera nógu góð til að vera fyrsti markvörður og vantaði bara reynsluna af því að fá að spila. Það var rosalega gott tækifæri fyrir mig að fá að fara til Hauka,“ segir Elín Jóna. En ætli Gróttufólkið sjái eftir þessu nú þegar hún sá til þess að hennar gömlu liðsfélagar fengu bara eitt stig um helgina? „Nei ég held að þeir hafi ekkert séð eftir þessu. Þeir eru bara sammála mér í því að ég þurfi reynslu. Ég á að fara aftur í Gróttu á næsta ári,“ sagði Elín og hún hefur þegar sótt mikið til Írisar þegar þær æfðu saman hjá Gróttu. „Íris hefur alltaf verið fyrirmyndin mín frá því að ég var yngri,“ viðurkennir Elín. En sögðu Gróttustelpurnar eitthvað við hana í leikslok? „Lovísa (Thompson) kom allavega til mín eftir leik. Hún var ekkert rosalega ánægð en ekkert rosalega svekkt heldur. Þetta voru svolítið blendnar tilfinningar,“ segir Elín. Olís-deild kvenna Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Sjá meira
Það stefnir í mjög jafna toppbaráttu í Olís-deild kvenna í handbolta og gott dæmi um það er æsispennandi leikur Hauka og Íslandsmeistara Gróttu um helgina. Hetja Hauka var markvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir, sem er einmitt á láni frá Gróttu. Elín Jóna varði dauðafæri frá Gróttustelpu rétt áður en leiktíminn rann út en hún tryggði Haukum með því stig og þar með toppsæti deildarinnar áfram. „Þetta var skemmtilegur leikur en það var jafnframt svolítið erfitt að mæta Gróttu. Það var svo öðruvísi að spila á móti stelpum sem ég er búin að æfa með eiginlega alla mína ævi,“ segir Elín Jóna sem varði vel í leiknum eins og hún hefur gert í vetur. „Auðvitað hefðum við vilja vinna leikinn en stig er alltaf stig,“ segir Elín Jóna. Elín Jóna varð tvöfaldur meistari með Gróttu í fyrra en þá sem varamarkvörður Írisar Bjarkar Símonardóttur. Hún samdi síðan við Gróttu í haust en fór um leið á láni í eitt ár til Haukanna. „Íris er frábær markvörður og það er erfitt að reyna að skáka hana út. Það var flott hjá Gróttu að leyfa mér að fara á láni af því að mig vantaði reynslu. Mér fannst ég vera nógu góð til að vera fyrsti markvörður og vantaði bara reynsluna af því að fá að spila. Það var rosalega gott tækifæri fyrir mig að fá að fara til Hauka,“ segir Elín Jóna. En ætli Gróttufólkið sjái eftir þessu nú þegar hún sá til þess að hennar gömlu liðsfélagar fengu bara eitt stig um helgina? „Nei ég held að þeir hafi ekkert séð eftir þessu. Þeir eru bara sammála mér í því að ég þurfi reynslu. Ég á að fara aftur í Gróttu á næsta ári,“ sagði Elín og hún hefur þegar sótt mikið til Írisar þegar þær æfðu saman hjá Gróttu. „Íris hefur alltaf verið fyrirmyndin mín frá því að ég var yngri,“ viðurkennir Elín. En sögðu Gróttustelpurnar eitthvað við hana í leikslok? „Lovísa (Thompson) kom allavega til mín eftir leik. Hún var ekkert rosalega ánægð en ekkert rosalega svekkt heldur. Þetta voru svolítið blendnar tilfinningar,“ segir Elín.
Olís-deild kvenna Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Sjá meira