Jóhann Jóhannsson fékk ekki Óskarsverðlaun fyrir tónlistina í kvikmyndinni The Theory of Everything. Vísir óskar honum engu að síður til hamingju með stórkostlegan árangur.
Það var Alexandre Desplat sem hlaut verðlaunin fyrir tónlistina í The Grand Budapest Hotel.
Jóhann hlaut Golden Globe verðlaunin í byrjun janúar á þessu ári, fyrstur Íslendinga.
Jóhann er margslunginn listamaður og á að baki fjölbreyttan feril hér heima. Hann var meðal annars gítar-og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar HAM, vann um tíma með söngkonunni Emilíönu Torrini, var í hljómsveitinni Apparat Organ Quartet og útsetti fyrir tónlistarmanninn Pál Óskar Hjálmtýsson.

