Lífið

Óskarinn 2015: Eddie og Julianne bestu leikarar

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Julianne Moore, besta leikkona í aðalhlutverki.
Julianne Moore, besta leikkona í aðalhlutverki. Vísir/getty
„Ég las grein sem sagði að ef þú vinnur Óskar, þá muntu lifa 5 árum lengur. Ef þetta er satt þá vil ég þakka Akademíunni séstaklega, því maðurinn minn er yngri en ég,“ sagði leikkonan Julianne Moore hlaut Óskarsverðlaun fyrir aðalhlutverk í kvikmyndinni Still Alice. 

Hún sagðist einnig vona að myndin opnaði umræðuna um Alzheimer sjúkdóminn og myndi leiða til þess að við honum myndi finnast lækning.

Eddie Redmayne var hrærður á sviðinu.Vísir/Getty
„Guð minn góður vá! Ég er engan vegin í aðstöðu til þess að tjá mig, en ég er einn heppinn maður,“ sagði leikarinn Eddie Redmayne þegar hann tók við Óskarnum fyrir hlutverk sitt í The Theory of Everything.

„Ég vil þakka Stephen og Jane og Jonathan, og börnunum. Þessi Óskar er ykkar. Ég lofa að pússa hann og þjóna honum eins og hann vill. Og vil þakka Felicity mótleikkonu minni,án hennar hefði ég ekki getað þetta,“ bætti leikarinn við.

„Ég vil líka þakka Hannah konunni minni, nú erum við kominn með nýjan meðleigjanda.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.