Lífið

Fjallið í Íslandi í dag: Braut eitt sinn ljósabekk

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Á laugardag hefst keppnin um sterkasta mann í heimi en meðal keppenda er Hafþór Júlíus Björnsson. Kepnnin að þessu sinni fer fram í Malasíu og í tilefni hennar var fjallað um Hafþór í Íslandi í dag.

„Það eru ekki margir sem eru svona stórir sem nenna vinnunni við að vera í svipuðu formi og ég,“ segir Hafþór. „Þú verður að borða svo rosalega mikið og svo oft. Ég borða á tveggja til þriggja tíma fresti og inn á milli narta ég í hnetusmjör og möndlur.“ Allt í allt innbyrðir hann um 10.000 kalóríur á dag en meðalmaðurinn þarf á bilinu 2000 til 2500 kalóríur til að viðhalda sér.

Það fylgir því að vera vel yfir tveir metrar á hæð og 180 kílógrömm að ýmsir hlutir sem öðrum þykja auðveldir geta verið bras fyrir Hafþór. Hann þarf til að mynda að passa sig upp á að brjóta ekki stóla sem hann situr á og eitt sinn varð hann fyrir því óláni að brjóta ljósabekk.

Kraftajötnaferill Hafþórs hófst í raun fyrir slysni fyrir sex árum. Þangað til hafði hann æft körfubolta en ákvað skyndilega að taka þátt í Vestfjarðavíkingnum. Faðir Hafþórs rifjar upp þegar Hafþór kom til hans einn morguninn og bað hann um að skutla sér í rútu vestur. Hann ætlaði að taka þátt ef það væri pláss. „Og síðan var ekki aftur snúið,“ segir Björn Þór Reynisson, faðir hans.

Fylgist vel með umfjöllun Vísis um keppnina Sterkasti maður heims 2015. Félagar Hafþórs, þeir Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson, verða augu og eyru Vísis í Kuala Lumpur. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.