Rosalega stórt og flott tækifæri Adda Soffia Ingvarsdóttir skrifar 17. apríl 2015 10:45 Kristín er þakklát fyrir tækifærin sem hún er að fá í Asíu. Vísir „Það er verið að ganga frá samningum við stóra verslun í Asíu, sem ég er mjög spennt fyrir, en því miður get ég ekki tilkynnt strax hvaða verslun það er. Það er ýmislegt að gerast,“ segir Kristín, eigandi og hönnuður skartgripamerkisins Twin Within. Hún er búsett í Singapúr, en síðan hún fluttist þangað hefur hún fengið fjölmörg tækifæri til þess að koma línunni sinni á framfæri. „Ég sýndi á stórri sýningu í september og í kjölfarið vorum við maðurinn minn umfjöllunarefni í þættinum Tales of Two Cities, þar sem fylgst var með vinnu minni í kringum festarnar,“ segir hún. Í vikunni sýndi Kristín á sölusýningu sem nefnist On Time Show og haldin er í tengslum við tískuvikuna í Sjanghæ. „Ég var valin til þess að sýna þarna, en þarna kemst maður í kynni við kaupendur frá verslunum um allan heim. Þátttaka mín á þessari sýningu er stórt tækifæri sem vonandi opnar dyr í Kína, en það er gríðarlega erfitt að koma sér inn á þann risastóra markað. Ef það tekst þá má með sanni segja að stór draumur hjá mér hafi ræst,“ segir Kristín. Á tískuvikunni í Sjanghæ sýndi hún nýjustu línuna sína, Contrasts, sem frumsýnd var hér heima á Hönnunarmars. „Fyrri línan var ofsalega litrík þannig að núna langaði mig að vinna með andstæðuna og þess vegna er svart og hvítt ríkjandi í þessari línu, en hún er unnin úr óhefðbundnum efnum eins og gúmmíslöngum og reipi,“ segir hún. Nýja lína Twin Within er fáanleg í Mýrinni, Kringlunni. Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
„Það er verið að ganga frá samningum við stóra verslun í Asíu, sem ég er mjög spennt fyrir, en því miður get ég ekki tilkynnt strax hvaða verslun það er. Það er ýmislegt að gerast,“ segir Kristín, eigandi og hönnuður skartgripamerkisins Twin Within. Hún er búsett í Singapúr, en síðan hún fluttist þangað hefur hún fengið fjölmörg tækifæri til þess að koma línunni sinni á framfæri. „Ég sýndi á stórri sýningu í september og í kjölfarið vorum við maðurinn minn umfjöllunarefni í þættinum Tales of Two Cities, þar sem fylgst var með vinnu minni í kringum festarnar,“ segir hún. Í vikunni sýndi Kristín á sölusýningu sem nefnist On Time Show og haldin er í tengslum við tískuvikuna í Sjanghæ. „Ég var valin til þess að sýna þarna, en þarna kemst maður í kynni við kaupendur frá verslunum um allan heim. Þátttaka mín á þessari sýningu er stórt tækifæri sem vonandi opnar dyr í Kína, en það er gríðarlega erfitt að koma sér inn á þann risastóra markað. Ef það tekst þá má með sanni segja að stór draumur hjá mér hafi ræst,“ segir Kristín. Á tískuvikunni í Sjanghæ sýndi hún nýjustu línuna sína, Contrasts, sem frumsýnd var hér heima á Hönnunarmars. „Fyrri línan var ofsalega litrík þannig að núna langaði mig að vinna með andstæðuna og þess vegna er svart og hvítt ríkjandi í þessari línu, en hún er unnin úr óhefðbundnum efnum eins og gúmmíslöngum og reipi,“ segir hún. Nýja lína Twin Within er fáanleg í Mýrinni, Kringlunni.
Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira