Rosalega stórt og flott tækifæri Adda Soffia Ingvarsdóttir skrifar 17. apríl 2015 10:45 Kristín er þakklát fyrir tækifærin sem hún er að fá í Asíu. Vísir „Það er verið að ganga frá samningum við stóra verslun í Asíu, sem ég er mjög spennt fyrir, en því miður get ég ekki tilkynnt strax hvaða verslun það er. Það er ýmislegt að gerast,“ segir Kristín, eigandi og hönnuður skartgripamerkisins Twin Within. Hún er búsett í Singapúr, en síðan hún fluttist þangað hefur hún fengið fjölmörg tækifæri til þess að koma línunni sinni á framfæri. „Ég sýndi á stórri sýningu í september og í kjölfarið vorum við maðurinn minn umfjöllunarefni í þættinum Tales of Two Cities, þar sem fylgst var með vinnu minni í kringum festarnar,“ segir hún. Í vikunni sýndi Kristín á sölusýningu sem nefnist On Time Show og haldin er í tengslum við tískuvikuna í Sjanghæ. „Ég var valin til þess að sýna þarna, en þarna kemst maður í kynni við kaupendur frá verslunum um allan heim. Þátttaka mín á þessari sýningu er stórt tækifæri sem vonandi opnar dyr í Kína, en það er gríðarlega erfitt að koma sér inn á þann risastóra markað. Ef það tekst þá má með sanni segja að stór draumur hjá mér hafi ræst,“ segir Kristín. Á tískuvikunni í Sjanghæ sýndi hún nýjustu línuna sína, Contrasts, sem frumsýnd var hér heima á Hönnunarmars. „Fyrri línan var ofsalega litrík þannig að núna langaði mig að vinna með andstæðuna og þess vegna er svart og hvítt ríkjandi í þessari línu, en hún er unnin úr óhefðbundnum efnum eins og gúmmíslöngum og reipi,“ segir hún. Nýja lína Twin Within er fáanleg í Mýrinni, Kringlunni. Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
„Það er verið að ganga frá samningum við stóra verslun í Asíu, sem ég er mjög spennt fyrir, en því miður get ég ekki tilkynnt strax hvaða verslun það er. Það er ýmislegt að gerast,“ segir Kristín, eigandi og hönnuður skartgripamerkisins Twin Within. Hún er búsett í Singapúr, en síðan hún fluttist þangað hefur hún fengið fjölmörg tækifæri til þess að koma línunni sinni á framfæri. „Ég sýndi á stórri sýningu í september og í kjölfarið vorum við maðurinn minn umfjöllunarefni í þættinum Tales of Two Cities, þar sem fylgst var með vinnu minni í kringum festarnar,“ segir hún. Í vikunni sýndi Kristín á sölusýningu sem nefnist On Time Show og haldin er í tengslum við tískuvikuna í Sjanghæ. „Ég var valin til þess að sýna þarna, en þarna kemst maður í kynni við kaupendur frá verslunum um allan heim. Þátttaka mín á þessari sýningu er stórt tækifæri sem vonandi opnar dyr í Kína, en það er gríðarlega erfitt að koma sér inn á þann risastóra markað. Ef það tekst þá má með sanni segja að stór draumur hjá mér hafi ræst,“ segir Kristín. Á tískuvikunni í Sjanghæ sýndi hún nýjustu línuna sína, Contrasts, sem frumsýnd var hér heima á Hönnunarmars. „Fyrri línan var ofsalega litrík þannig að núna langaði mig að vinna með andstæðuna og þess vegna er svart og hvítt ríkjandi í þessari línu, en hún er unnin úr óhefðbundnum efnum eins og gúmmíslöngum og reipi,“ segir hún. Nýja lína Twin Within er fáanleg í Mýrinni, Kringlunni.
Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira