Í nútímasamfélagi gerast flestir hlutir hratt og við erum sífellt á klukkunni. Það á einnig við um barneignir, eða svona þannig. Fólk eignast börn seinna en áður, það er eldra og eftir því sem við eldumst dregur úr frjóseminni.
Marga sem langar í barn langar að getnaður gangi hratt og örugglega fyrir sig um leið og ákvörðun er tekin að nú sé barn velkomið í fjölskylduna.
Bókin "The impatient woman´s guide to getting pregnant" er skemmtileg lesning fyrir konur sem vilja vera ófrískar og hafa allt sitt á hreinu áður en farið er af stað.
Í bókinni má finna svör við spurningum líkt og hvort sé til einhver aðferð til að tryggja kyn barns og hvenær sé gott að stunda kynlíf til að hámarka líkur á getnaði.
Bókin byggir á rökstuddum vísindalegum grunni en er létt og húmorísk lesning fyrir alla þá sem stefna á getnað. Hér má lesa kafla úr bókinni.
Ef þú ert sérstaklega óþolinmóð þá gæti þessi bók líka verið ágætis fjárfesting.
Ólétta óskast
