Lífið

Davíð og Hjalti hóa í raftónlistarveislu

Félagarnir Davíð og Hjalti.
Félagarnir Davíð og Hjalti.
Raftónlistarmennirnir Davíð og Hjalti halda skemmtilegt raftónlistarkvöld á skemmtistaðnum Paloma í Naustinni á morgun, laugardag.

Þeir eru búnir að hóa í nokkra vini sína í tónlistinni og búa til flotta dagskrá. Þeir sem koma fram eru $H∆MAN$H∆WARMA úr Shades of Reykjavík, Ómar E úr BORG, Mike Hunt (a.k.a. Árni Vector), Nonnimal og svo Davíð & Hjalti sjálfir.

Davíð & Hjalti hafa unnið saman í tvö ár, eða frá því þeir bjuggu saman í Manchester þar sem þeir voru í námi.

Fyrr á árinu kom þeirra fyrsta skífa út hjá Lagaffe Tales. Hún innihélt eitt lag frá þeim og tvær endurhljóðblandanir af því, eitt frá Viktor Birgiss og eitt frá hollensku plötusnúðunum L’Atelier. Önnur EP plata er síðan á leiðinni frá þeim og mun hún koma út á vínyl snemma á næsta ári.

Cosmic JD.
Það verður ekki minni stemning á Paloma í kvöld, föstudag, en þá heldur Thule Records uppi fjörinu.

Fram koma COSMIC JD, thOr og Odinn. Cosmic JD er kólumbískur plötusnúður sem býr í Kanada og er vel þekktur úr neðanjarðarsenunni í house og teknó út um allan heim.

Hér fyrir neðan má hlusta á syrpu eftir Cosmic JD frá því fyrr á þessu ári. Það vill svo skemmtilega til að kappinn á afmæli í dag þannig að þeir sem leggja leið sína á Paloma í kvöld geta kastað kveðju á hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×