Lífið

Grín gegn rauðhærðum vakti hörð viðbrögð: „Grimmd gagnvart öðru fólki er aldrei grunnurinn“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðmundur Heiðar Helgason.
Guðmundur Heiðar Helgason. vísir
„Okkar viðhorf er annaðhvort má gera grín að öllu eða engu. Auðvitað er hægt að gera smekklaust grín á vondan máta en þar spilar líka einstaklingsmatið stóran þátt,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, einn af leikurum og höfundum á bakvið Punktinn.

Í gær birtist frétt á Vísi þar sem þriðji þátturinn af Punktinum leit dagsins ljós. Eitt atriði í þættinum hefur vakið nokkuð hörð viðbrögð en í því er gert grín af rauðhærðum.

Sjá einnig: Punkturinn: Fengu þær skelfilegu fréttir að þau ættu von á rauðhærðu barni

„Við erum búin að fá þónokkur skilaboð þar sem fólk lýsir yfir reiði sinni á sketsinum. Fólk hefur áhyggjur á því að þetta kyndi undir einelti í skólum gagnvart rauðhærðum.“

Guðmundur segir að í Punktinum sé reynt að koma að gríni í bland við ádeilu.

„Dökkur húmor getur haft neikvæð áhrif á suma en grimmd gagnvart öðru fólki er aldrei grunnurinn í sketsunum okkar. Það sem okkur finnst hlægilegt í tilfelli þessa skets er hversu fáránlegt viðhorf læknirinn og foreldrarnir hafa gagnvart rauðhærða barninu. Grínið beinist frekar að fordómum gagnvart rauðhærðum frekar en þeim sjálfum.  En við skiljum að sumir túlka þetta í hina áttina.“

Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×