BMW X6 M slátrar Mercedes Benz GLE63 AMG S Coupe Finnur Thorlacius skrifar 23. október 2015 11:30 Það dylst engum að Mercedes Benz GLE Coupe er algjör eftirherma BMW X6 og til framleiðslu Mercedes Benz bílsins var blásið eingöngu til að bíta af stórvægilegri sölu BMW X6 bílsins, aðallega í Bandaríkjunum. Það vakti hinsvegar furðu prófunarmanna á bílunum að nokkur skuli kaupa svo kryppulaga og ljóta bíla, en það er annað mál. Báðar gerðir bílanna eru til í kraftaútfærslu, þ.e BMW X6 M og Mercedes Benz GLE63 AMG S Coupe. Þeim hjá Automobile Magazine vildu finna útúr því hvor þeirra væri betri bíll. Báðir bílarnir eru rándýrir, BMW-inn á 107.000 dollara en Benz-inn á 117.000 dollara. Benz bíllinn er 10 hestöflum öflugri með sín 577 hestöfl, en hann er líka um 90 kílóum þyngri. Bílarnir voru prófarir á vegum úti, í braut og í spyrnu við Chevrolet Camaro Z/28 með 505 hestafla vél. Þar reyndist BMW-inn sneggstur, Camaro í öðru sæti og Benz-inn síðastur. Sú niðurstaða kristallar reyndar líka álit prufunarmanna á bílunum. Á svo til öllum sviðum reyndist BMW M6 miklu betri bíll en eftiröpunin Mercedes Benz GLE63 AMG S Coupe, þrátt fyrir að vera ríflega milljón krónum ódýrari vestanhafs. Enn ein sönnun þess að peningar kaupa ekki allt. Í löngu myndskeiðinu sem hér fylgir er hægt að sjá reynsluakstur bílanna og álit þeirra sem aka þeim. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent
Það dylst engum að Mercedes Benz GLE Coupe er algjör eftirherma BMW X6 og til framleiðslu Mercedes Benz bílsins var blásið eingöngu til að bíta af stórvægilegri sölu BMW X6 bílsins, aðallega í Bandaríkjunum. Það vakti hinsvegar furðu prófunarmanna á bílunum að nokkur skuli kaupa svo kryppulaga og ljóta bíla, en það er annað mál. Báðar gerðir bílanna eru til í kraftaútfærslu, þ.e BMW X6 M og Mercedes Benz GLE63 AMG S Coupe. Þeim hjá Automobile Magazine vildu finna útúr því hvor þeirra væri betri bíll. Báðir bílarnir eru rándýrir, BMW-inn á 107.000 dollara en Benz-inn á 117.000 dollara. Benz bíllinn er 10 hestöflum öflugri með sín 577 hestöfl, en hann er líka um 90 kílóum þyngri. Bílarnir voru prófarir á vegum úti, í braut og í spyrnu við Chevrolet Camaro Z/28 með 505 hestafla vél. Þar reyndist BMW-inn sneggstur, Camaro í öðru sæti og Benz-inn síðastur. Sú niðurstaða kristallar reyndar líka álit prufunarmanna á bílunum. Á svo til öllum sviðum reyndist BMW M6 miklu betri bíll en eftiröpunin Mercedes Benz GLE63 AMG S Coupe, þrátt fyrir að vera ríflega milljón krónum ódýrari vestanhafs. Enn ein sönnun þess að peningar kaupa ekki allt. Í löngu myndskeiðinu sem hér fylgir er hægt að sjá reynsluakstur bílanna og álit þeirra sem aka þeim.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent