Lífið

Steindi kennir fólki hvernig eigi að haga sér í strætó

Stefán Árni Pálsson skrifar
Steindi fer á kostum í þessu myndbandi.
Steindi fer á kostum í þessu myndbandi. vísir
Grínistinn Steinþór Hróar Steinþórsson er mættur í glænýtt kynningarmyndband frá Strætó þar sem hann fer yfir það hvernig við eigum að sýna samfarþegum okkar tillitssemi og ekki dæma.

Myndbandið er hluti af öryggisdögum Strætó og VÍS þar sem ætlunin er að auka forvarnir í umferðinni með því að minna farþega og aðra í umferðinni á ýmsar reglur sem gott er að hafa í huga.

Steindi fer á kostum í myndbandinu sem sjá má hér að neðan. 

Hér sjáum við Steinda Jr. segja okkur frá því hvernig við eigum að sýna samfarþegum okkar tillitssemi og ekki dæma. Því öll höfum við okkar djöful að draga.Öryggisdagar er samstarfsverkefni Strætó og VÍS þar sem ætlun þeirra er að auka forvarnir í umferðinni með því að minna farþega og aðra í umferðinni á ýmsar reglur sem gott er að hafa í huga. Þið getið kynnt ykkur öryggisreglur Strætó betur á http://www.straeto.is/oryggisdagar.

Posted by Strætó on 22. október 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×