Þegar jólaljósin kviknuðu Sólveig Gísladóttir skrifar 8. desember 2015 15:30 "Mér þykir ávallt mjög vænt um jól sem voru um það bil að reynast mjög erfið," segir Adda Steina sem rifjar upp minnisstæð jól í Kasakstan. Mynd/Stefán Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, prestur við Hjallakirkju í Kópavogi, á margar kærar jólaminningar. Hún segir boðskap jólanna meðal annars snúast um það smáa og varnarlausa. Því sé tilvalið að hugsa til þeirra sem minna mega sín. Steinunn, sem ávallt er kölluð Adda Steina, hefur búið víða um heim ásamt manni sínum Þóri Guðmundssyni. Hún hefur því haldið jólin nokkrum sinnum utan landsteinanna. „Mér þykir ávallt mjög vænt um jól sem voru um það bil að reynast mjög erfið. Þá bjuggum við í Almaty sem þá var höfuðborg Kasakstan, Þórir vann hjá Rauða krossinum og var mikið á ferðinni enda náði starfssvæði hans yfir fimm lönd. Ég var því mikið ein með strákana mína sem þá voru tveggja og sex ára. Það var frekar slæmt ástand í mínu bæjarhverfi, þar var lítið rafmagn og lítið gas en veturinn kaldur. Ég hafði þó miðstöðvarhitun og rennandi vatn sem ekki var alls staðar,“ segir Adda Steina en þessa tilteknu aðventu versnaði ástandið og rafmagnið minnkaði stöðugt. „Ég var að berjast við að búa til íslensk jól og baka smákökur. Þann 14. desember skellti ég piparkökuhúsi í ofninn og lét þorna yfir nótt. Rafmagnið var ekki nægilegt til að fýra upp ofninn en það var hægt að hafa smá yl,“ segir hún glettin.Nágrannar fóru í jólabaðið „Ég sagði oft að nú gæti þetta ekki orðið verra en það varð það alltaf. Það voru rottur í húsinu og svo kviknaði í út frá þessu litla rafmagni. Þá dreif ég strákana til vina okkar og þó skaðinn væri ekki mikill var sótið nokkurt og því þurfti að þrífa allt upp á nýtt. Ég þvældist milli vina að fá að elda og þvo þvottinn fyrir jólin. Svo nálgaðist aðfangadagur og ljóst að það yrði erfitt að elda jólamáltíðina,“ segir Adda Steina sem átti von á gestum. Þá var það kokkur í bandaríska sendiráðinu sem bjargaði málunum og tók að sér að elda fyrir fjölskylduna og fleiri í sömu stöðu. „Um hádegisbilið á aðfangadag hringdu norskir vinir mínir og spurðu hvort þeir mættu koma í bað því þeir voru hvorki með gas né heitt vatn og sótug af kolakyndingunni. Þau voru sex talsins og baðið var svart á eftir,“ segir hún hlæjandi en hópurinn borðaði saman í hádeginu með rússneskum vinum sem voru í heimsókn. Síðan sótti Adda Steina matinn og gestirnir mættu. „Allt í einu á miðju kvöldi kom rafmagnið. Þá kviknuðu ljósin á jólatrénu og litli strákurinn minn söng Happy birthday to you,“ segir Adda Steina sem sjaldan hefur upplifað jólalegri stund. „Þrátt fyrir að ekki væri hægt að gera allt sem mig langaði fyrir jólin og þó ekkert fyrir utan okkur minnti á jólin og allt væri í skralli, voru þetta dásamleg jól, því vinir okkar komu og við borðuðum saman. Þetta var mikil hátíð og ekki síst þegar rafmagnið kom og lýsti upp stofuna með marglitum jólaljósum.“Tökum vel á móti flóttafólki Adda Steina segir boðskap jólanna margþættan. „Fyrst og fremst þann að guð leitar mannsins og birtist okkur í því veika og smáa. Jólin birtast okkur þannig í barninu og kannski vekur það með okkur allar þessar tilfinningar, gjafmildi og þörfina fyrir að láta gott af okkur leiða,“ segir hún og bendir á að jólin séu því kjörinn tími til að hugsa til þeirra sem minna mega sín. Hún nefnir flóttafólk sem dæmi enda hafa málefni þess verið mikið til umræðu í samfélaginu. „Við erum öll manneskjur, fólk meðal fólks, og það er alger skylda okkar sem kristinna manna að taka vel á móti flóttafólki. Þegar þú skoðar boðskap Biblíunnar er engin spurning um það,“ segir hún. Sjálf hefur Adda Steina kynnst flóttamönnum sem hingað hafa komið. „Fjölskylda mín tengdist Rauða krossinum og árið 1979 þegar Víetnamarnir komu var ég mikið með. Við þekkjum ennþá marga þeirra í dag,“ segir Adda Steina sem einnig hefur kynnst fjölmörgu fólki á flótta í heiminum auk þess sem hún hittir innflytjendur, hælisleitendur og flóttamenn í starfi sínu.Tala máli miskunnsemi Hún segir kirkjuna geta gert margt til að létta undir. „Þjóðkirkjan er fjöldahreyfing, þó oft sé talað um hana sem stofnun. Innan hennar er fullt af fólki með alls konar skoðanir. Því er mjög gott tækifæri fyrir presta, þegar fólk mætir í kirkjuhúsið og þegar þeir tala á opinberum vettvangi, að tala máli miskunnseminnar og þess að taka á móti flóttamönnum.“ Hún segir fjöldamargt annað sem kirkjan geti gert í sínu nærsamfélagi. „Hér í Kópavogi höfum við boðið fram aðstoð. Við eigum húsnæði þar sem hægt er að halda fundi og erum með fjölbreytt starf. 20 prósent Sýrlendinga eru kristin og einhverjir flóttamannanna gætu því átt samfélag í kirkjunni. Við gætum einnig tekið þátt í fræðslu, bæði um ólíka þætti kristninnar og um önnur trúarbrögð,“ segir Adda Steina sem hefur kynnt sér hvernig kirkjan í Þýskalandi hefur snúið sér í þeim mikla flóttamannastraumi sem þangað hefur leitað.Njótum aðventunnar Þó gott sé að gefa af sér þarf einnig að finna jafnvægi í jólavertíðinni þegar margir fara yfir um af stressi. Hvernig á fólk að fara að því? „Það er mjög mikilvægt að reyna ekki að gera allt fyrir jólin, að fara ekki alveg á haus að undirbúa og græja til að allt verði fullkomið þessa stuttu stund á aðfangadag,“ svarar Adda Steina. „Njótið aðventunnar með börnum, fjölskyldu og vinum. Munið að jólin koma hvað sem gengur á.“ Jól Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Innbökuð nautalund á hátíðarborðið Jólin Borða með góðri samvisku Jól Svona gerirðu graflax Jól Jóla-aspassúpa Jól Rafræn jólakort Jólin
Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, prestur við Hjallakirkju í Kópavogi, á margar kærar jólaminningar. Hún segir boðskap jólanna meðal annars snúast um það smáa og varnarlausa. Því sé tilvalið að hugsa til þeirra sem minna mega sín. Steinunn, sem ávallt er kölluð Adda Steina, hefur búið víða um heim ásamt manni sínum Þóri Guðmundssyni. Hún hefur því haldið jólin nokkrum sinnum utan landsteinanna. „Mér þykir ávallt mjög vænt um jól sem voru um það bil að reynast mjög erfið. Þá bjuggum við í Almaty sem þá var höfuðborg Kasakstan, Þórir vann hjá Rauða krossinum og var mikið á ferðinni enda náði starfssvæði hans yfir fimm lönd. Ég var því mikið ein með strákana mína sem þá voru tveggja og sex ára. Það var frekar slæmt ástand í mínu bæjarhverfi, þar var lítið rafmagn og lítið gas en veturinn kaldur. Ég hafði þó miðstöðvarhitun og rennandi vatn sem ekki var alls staðar,“ segir Adda Steina en þessa tilteknu aðventu versnaði ástandið og rafmagnið minnkaði stöðugt. „Ég var að berjast við að búa til íslensk jól og baka smákökur. Þann 14. desember skellti ég piparkökuhúsi í ofninn og lét þorna yfir nótt. Rafmagnið var ekki nægilegt til að fýra upp ofninn en það var hægt að hafa smá yl,“ segir hún glettin.Nágrannar fóru í jólabaðið „Ég sagði oft að nú gæti þetta ekki orðið verra en það varð það alltaf. Það voru rottur í húsinu og svo kviknaði í út frá þessu litla rafmagni. Þá dreif ég strákana til vina okkar og þó skaðinn væri ekki mikill var sótið nokkurt og því þurfti að þrífa allt upp á nýtt. Ég þvældist milli vina að fá að elda og þvo þvottinn fyrir jólin. Svo nálgaðist aðfangadagur og ljóst að það yrði erfitt að elda jólamáltíðina,“ segir Adda Steina sem átti von á gestum. Þá var það kokkur í bandaríska sendiráðinu sem bjargaði málunum og tók að sér að elda fyrir fjölskylduna og fleiri í sömu stöðu. „Um hádegisbilið á aðfangadag hringdu norskir vinir mínir og spurðu hvort þeir mættu koma í bað því þeir voru hvorki með gas né heitt vatn og sótug af kolakyndingunni. Þau voru sex talsins og baðið var svart á eftir,“ segir hún hlæjandi en hópurinn borðaði saman í hádeginu með rússneskum vinum sem voru í heimsókn. Síðan sótti Adda Steina matinn og gestirnir mættu. „Allt í einu á miðju kvöldi kom rafmagnið. Þá kviknuðu ljósin á jólatrénu og litli strákurinn minn söng Happy birthday to you,“ segir Adda Steina sem sjaldan hefur upplifað jólalegri stund. „Þrátt fyrir að ekki væri hægt að gera allt sem mig langaði fyrir jólin og þó ekkert fyrir utan okkur minnti á jólin og allt væri í skralli, voru þetta dásamleg jól, því vinir okkar komu og við borðuðum saman. Þetta var mikil hátíð og ekki síst þegar rafmagnið kom og lýsti upp stofuna með marglitum jólaljósum.“Tökum vel á móti flóttafólki Adda Steina segir boðskap jólanna margþættan. „Fyrst og fremst þann að guð leitar mannsins og birtist okkur í því veika og smáa. Jólin birtast okkur þannig í barninu og kannski vekur það með okkur allar þessar tilfinningar, gjafmildi og þörfina fyrir að láta gott af okkur leiða,“ segir hún og bendir á að jólin séu því kjörinn tími til að hugsa til þeirra sem minna mega sín. Hún nefnir flóttafólk sem dæmi enda hafa málefni þess verið mikið til umræðu í samfélaginu. „Við erum öll manneskjur, fólk meðal fólks, og það er alger skylda okkar sem kristinna manna að taka vel á móti flóttafólki. Þegar þú skoðar boðskap Biblíunnar er engin spurning um það,“ segir hún. Sjálf hefur Adda Steina kynnst flóttamönnum sem hingað hafa komið. „Fjölskylda mín tengdist Rauða krossinum og árið 1979 þegar Víetnamarnir komu var ég mikið með. Við þekkjum ennþá marga þeirra í dag,“ segir Adda Steina sem einnig hefur kynnst fjölmörgu fólki á flótta í heiminum auk þess sem hún hittir innflytjendur, hælisleitendur og flóttamenn í starfi sínu.Tala máli miskunnsemi Hún segir kirkjuna geta gert margt til að létta undir. „Þjóðkirkjan er fjöldahreyfing, þó oft sé talað um hana sem stofnun. Innan hennar er fullt af fólki með alls konar skoðanir. Því er mjög gott tækifæri fyrir presta, þegar fólk mætir í kirkjuhúsið og þegar þeir tala á opinberum vettvangi, að tala máli miskunnseminnar og þess að taka á móti flóttamönnum.“ Hún segir fjöldamargt annað sem kirkjan geti gert í sínu nærsamfélagi. „Hér í Kópavogi höfum við boðið fram aðstoð. Við eigum húsnæði þar sem hægt er að halda fundi og erum með fjölbreytt starf. 20 prósent Sýrlendinga eru kristin og einhverjir flóttamannanna gætu því átt samfélag í kirkjunni. Við gætum einnig tekið þátt í fræðslu, bæði um ólíka þætti kristninnar og um önnur trúarbrögð,“ segir Adda Steina sem hefur kynnt sér hvernig kirkjan í Þýskalandi hefur snúið sér í þeim mikla flóttamannastraumi sem þangað hefur leitað.Njótum aðventunnar Þó gott sé að gefa af sér þarf einnig að finna jafnvægi í jólavertíðinni þegar margir fara yfir um af stressi. Hvernig á fólk að fara að því? „Það er mjög mikilvægt að reyna ekki að gera allt fyrir jólin, að fara ekki alveg á haus að undirbúa og græja til að allt verði fullkomið þessa stuttu stund á aðfangadag,“ svarar Adda Steina. „Njótið aðventunnar með börnum, fjölskyldu og vinum. Munið að jólin koma hvað sem gengur á.“
Jól Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Innbökuð nautalund á hátíðarborðið Jólin Borða með góðri samvisku Jól Svona gerirðu graflax Jól Jóla-aspassúpa Jól Rafræn jólakort Jólin