Lífið

Viktor Elí fæddist blóðlaus

Sæunn Gísladóttir skrifar
Í ár tekur Dohop þátt í átakinu Geðveik Jól og starfsmenn völdu að styrkja Barnaspítala Hringsins. Margir starfsmenn fyrirtækisins hafa þurft að nýta sér þjónustu Barnaspítalans og eru honum afar þakklátir.

Dohop fékk þau Ásrúnu Ýr Rúnarsdóttir og Hilmar Sveinsson ásamt strákunum þeirra Daníel Snær og Viktor Elí til að segja frá þeirra dvöl og reynslu af spítalanum. Þegar Viktor Elí fæddist var hann blóðlaus og þurfti að fara strax í blóðgjöf. Í kjölfarið dvelur hann í mánuð á vökudeild Barnaspítala Hringsins.

„Aðstaðan er þröng, en starfsfólkið yndislegt,” segir Ásrún og þakkar um leið öllum læknum og hjúkrunarfræðingum fyrir. „Hjúkrunarfræðingarnir voru mjög duglegar að koma til okkar og minna okkur á að það má alveg brosa og það má alveg hlæja á þessum stofum það því að maður var oft alvarlegur, það var ágætis áminning.”

Hér fyrir ofan má sjá sögu fjölskyldunnar.

Þú getur lagt Barnaspítalanum lið og hjálpað til við að styrkja starfsemi sem skiptir okkur öll máli hérna. Framlögin renna öll til Barnaspítala Hringsins.

Hægt er að gefa 1.000, 3.000 eða 5.000 krónur með því að senda smsið “1007” í númerin 900 9501, 900 9503 eða 900 9505.

Einnig er hægt að millifæra beint

Banki: 0701-05-302640

Kennitala: 541299-3359

Skýring: Dohop - 1007

Vinsamlega sendið staðfestingu á greiðslu á netfangið gedveikjol@gmail.com






Fleiri fréttir

Sjá meira


×