Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - FH 32-25 | Áttundi sigur Hauka í röð Ingvi Þór Sæmundsson í Schenker-höllinni skrifar 8. desember 2015 21:45 Haukar rúlluðu yfir nágranna sína í FH, 32-25, í Olís-deild karla í kvöld. Þetta var fjórði sigur Hauka á FH í röð og jafnframt áttundi sigur Hauka í deildinni röð. Lærisveinar Gunnars Magnússonar eru komnir með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar og eru til alls líklegir. FH-ingar eru hins vegar í erfiðum málum með aðeins 12 stig í 8. sæti deildarinnar.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan. FH-liðið mætti laskað til leiks en bæði Ásbjörn Friðriksson og Ísak Rafnsson eru frá vegna meiðsla. Og eins og staðan er í dag má FH engan veginn við slíkum afföllum, hvað þá gegn besta liði landsins. Á meðan voru Haukar fullskipaðir og gátu leyft sér þann munað að byrja með leikmenn á borð við Elías Má Halldórsson og Jón Þorbjörn Jóhannsson á bekknum. Leikurinn var jafn framan af og liðin skiptust á forystunni. En í stöðunni 3-4 tapaði Jóhann Birgir Ingvarsson boltanum og fékk í kjölfarið tveggja mínútna brottvísun fyrir fót Dómurinn var fáránlegur og hann virtist fara illa í FH-liðið sem missti smám saman tökin á leiknum. Giedrius Morkunas var, eins og svo oft áður, í miklum ham í marki Hauka og varði 14 skot í fyrri hálfleik (56%). Hinum megin vörðu markmenn FH samtals fimm skot (24%). Sóknarleikur FH var bitlítill; ógnin fyrir utan lítill, boltinn gekk sjaldan út í hornin og línuspilið var ekki til staðar. Á meðan skoruðu Haukar að vild án þess að vörn og markmenn FH fengju rönd við reist. Haukar breyttu stöðunni í 5-5 í 9-5 og þeir náðu mest sjö marka forystu í fyrri hálfleik. Gunnar rúllaði vel á liði sínu en níu leikmenn Hauka skoruðu í leiknum. Á meðan komust aðeins sex FH-ingar á blað en Jóhann Birgir og Einar Rafn Eiðsson skoruðu 15 af 25 mörkum liðsins í leiknum. Staðan var 16-11 í hálfleik og í seinni hálfleiknum dró enn í sundur með liðunum. Giedrius hætti reyndar að verja en það skipti engu. Vörn Hauka var þétt fyrir og gestunum gekk bölvanlega að ná skotum á markið. Eftir átta mínútna leik í seinni hálfleik var munurinn orðinn 21-13 og leik í raun lokið. Haukar röðuðu inn mörkum og náðu mest 10 marka forystu. FH-ingar sýndu smá lit á lokakaflanum og náðu að laga stöðuna. Vörn Hauka gaf eftir undir lokin og FH-ingar skoruðu 10 mörk á síðustu 15 mínútum leiksins. Úrslitin voru þó löngu ráðin en Haukar unnu á endanum sjö marka sigur, 32-25. Janus Daði Smárason var einu sinni sem oftar markahæstur í liði Hauka en hann gerði sjö mörk. Adam Haukur Baumruk og Einar Pétur Pétursson komu næstir með sex mörk hvor en skotnýting Hauka í leiknum var frábær, eða 68%. Jóhann Birgir stóð upp úr liði FH og skoraði níu mörk. Einar Rafn kom næstur með sex mörk.Einar Pétur: Það munar um Ása og Ísak Einar Pétur Pétursson skoraði sex mörk í öruggum sigri Hauka á FH í kvöld. Hann var að vonum ánægður með sigurinn og stigin tvö. "Það er fínt að vinna með sjö mörkum og það er alveg nóg," sagði Einar eftir leikinn. Liðin héldust í hendur framan af leik en um miðjan fyrri hálfleik rykktu Haukar frá og náðu yfirhöndinni. En hvað gerðist á þeim kafla? "Vörnin small saman og Goggi (Giedrius Morkunas) fór að verja bolta og við fengum fullt af auðveldum mörkum eftir hraðaupphlaup. "Sóknarleikurinn gekk vel og við nýttum færin okkar," sagði Einar en skotnýting Hauka í kvöld var frábær, eða 68%. En átti Einar von á meiri mótspyrnu frá FH-ingum í leiknum? "Bæði og, þeir hittu á lélegan leik og þá eru þeir í basli. Þá vantar Ása (Ásbjörn Friðriksson) og Ísak (Rafnsson) og það munar um þá." Haukar eru með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar og til alls líklegir. Einar segir að Haukar megi ekki ofmetnast og þurfi að halda áfram að vinna leiki. "Það getur ýmislegt stoppað okkur ef við förum að spila illa. Það er nóg eftir af þessu móti og við þurfum bara að gefa í," sagði Einar að endingu.Einar Rafn: Hefðum þurft að vera þolinmóðari Einar Rafn Eiðsson hefði viljað sjá FH-inga sýna meiri þolinmæði í sóknarleiknum í tapinu gegn Haukum í kvöld. "Já, við hefðum þurft að vera þolinmóðari í sókninni. Við slúttuðum of mörgum sóknum alltof snemma sem Haukarnir vilja," sagði Einar. "Þeir standa svo aftarlega, biðu eftir okkur og við skutum mikið í hávörnina. Þar af leiðandi fengu þeir alltof mikið af hraðaupphlaupum. Við vorum aðeins of bráðir í sókninni." FH-ingar byrjuðu leikinn ágætlega en um miðjan fyrri hálfleik misstu þeir tökin á leiknum og Haukarnir tóku yfir. "Við vorum reknir út af tvisvar í röð og Haukarnir eru með það gott lið að þeir nýta sér það," sagði Einar. Hann segir erfitt að spila gegn hávaxinni og sterkri vörn Hauka. "Við erum kannski ekki með hæstu skytturnar en við ætluðum að reyna að hreyfa þá til áður en við fórum í aðgerðir. "Við náðum því einstaka sinnum og þá fengum við mörk en inni á milli vorum við alltof fljótir á okkur," sagði Einar sem skoraði sex mörk í leiknum. FH er í 8. sæti deildarinnar með einungis 12 stig. Einar segir að FH-ingar verði að fara vel yfir leikinn í kvöld og læra af því sem miður fór. "Þessi leikur er búinn og við þurfum að einbeita okkur að þeim næsta. Nú setjumst við bara niður saman og förum yfir hvað við ætlum að gera gegn Val í næstu umferð," sagði Einar að lokum.Janus Daði Smárason var markahæstur hjá Haukum.Vísir/Vilhelm Olís-deild karla Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira
Haukar rúlluðu yfir nágranna sína í FH, 32-25, í Olís-deild karla í kvöld. Þetta var fjórði sigur Hauka á FH í röð og jafnframt áttundi sigur Hauka í deildinni röð. Lærisveinar Gunnars Magnússonar eru komnir með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar og eru til alls líklegir. FH-ingar eru hins vegar í erfiðum málum með aðeins 12 stig í 8. sæti deildarinnar.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan. FH-liðið mætti laskað til leiks en bæði Ásbjörn Friðriksson og Ísak Rafnsson eru frá vegna meiðsla. Og eins og staðan er í dag má FH engan veginn við slíkum afföllum, hvað þá gegn besta liði landsins. Á meðan voru Haukar fullskipaðir og gátu leyft sér þann munað að byrja með leikmenn á borð við Elías Má Halldórsson og Jón Þorbjörn Jóhannsson á bekknum. Leikurinn var jafn framan af og liðin skiptust á forystunni. En í stöðunni 3-4 tapaði Jóhann Birgir Ingvarsson boltanum og fékk í kjölfarið tveggja mínútna brottvísun fyrir fót Dómurinn var fáránlegur og hann virtist fara illa í FH-liðið sem missti smám saman tökin á leiknum. Giedrius Morkunas var, eins og svo oft áður, í miklum ham í marki Hauka og varði 14 skot í fyrri hálfleik (56%). Hinum megin vörðu markmenn FH samtals fimm skot (24%). Sóknarleikur FH var bitlítill; ógnin fyrir utan lítill, boltinn gekk sjaldan út í hornin og línuspilið var ekki til staðar. Á meðan skoruðu Haukar að vild án þess að vörn og markmenn FH fengju rönd við reist. Haukar breyttu stöðunni í 5-5 í 9-5 og þeir náðu mest sjö marka forystu í fyrri hálfleik. Gunnar rúllaði vel á liði sínu en níu leikmenn Hauka skoruðu í leiknum. Á meðan komust aðeins sex FH-ingar á blað en Jóhann Birgir og Einar Rafn Eiðsson skoruðu 15 af 25 mörkum liðsins í leiknum. Staðan var 16-11 í hálfleik og í seinni hálfleiknum dró enn í sundur með liðunum. Giedrius hætti reyndar að verja en það skipti engu. Vörn Hauka var þétt fyrir og gestunum gekk bölvanlega að ná skotum á markið. Eftir átta mínútna leik í seinni hálfleik var munurinn orðinn 21-13 og leik í raun lokið. Haukar röðuðu inn mörkum og náðu mest 10 marka forystu. FH-ingar sýndu smá lit á lokakaflanum og náðu að laga stöðuna. Vörn Hauka gaf eftir undir lokin og FH-ingar skoruðu 10 mörk á síðustu 15 mínútum leiksins. Úrslitin voru þó löngu ráðin en Haukar unnu á endanum sjö marka sigur, 32-25. Janus Daði Smárason var einu sinni sem oftar markahæstur í liði Hauka en hann gerði sjö mörk. Adam Haukur Baumruk og Einar Pétur Pétursson komu næstir með sex mörk hvor en skotnýting Hauka í leiknum var frábær, eða 68%. Jóhann Birgir stóð upp úr liði FH og skoraði níu mörk. Einar Rafn kom næstur með sex mörk.Einar Pétur: Það munar um Ása og Ísak Einar Pétur Pétursson skoraði sex mörk í öruggum sigri Hauka á FH í kvöld. Hann var að vonum ánægður með sigurinn og stigin tvö. "Það er fínt að vinna með sjö mörkum og það er alveg nóg," sagði Einar eftir leikinn. Liðin héldust í hendur framan af leik en um miðjan fyrri hálfleik rykktu Haukar frá og náðu yfirhöndinni. En hvað gerðist á þeim kafla? "Vörnin small saman og Goggi (Giedrius Morkunas) fór að verja bolta og við fengum fullt af auðveldum mörkum eftir hraðaupphlaup. "Sóknarleikurinn gekk vel og við nýttum færin okkar," sagði Einar en skotnýting Hauka í kvöld var frábær, eða 68%. En átti Einar von á meiri mótspyrnu frá FH-ingum í leiknum? "Bæði og, þeir hittu á lélegan leik og þá eru þeir í basli. Þá vantar Ása (Ásbjörn Friðriksson) og Ísak (Rafnsson) og það munar um þá." Haukar eru með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar og til alls líklegir. Einar segir að Haukar megi ekki ofmetnast og þurfi að halda áfram að vinna leiki. "Það getur ýmislegt stoppað okkur ef við förum að spila illa. Það er nóg eftir af þessu móti og við þurfum bara að gefa í," sagði Einar að endingu.Einar Rafn: Hefðum þurft að vera þolinmóðari Einar Rafn Eiðsson hefði viljað sjá FH-inga sýna meiri þolinmæði í sóknarleiknum í tapinu gegn Haukum í kvöld. "Já, við hefðum þurft að vera þolinmóðari í sókninni. Við slúttuðum of mörgum sóknum alltof snemma sem Haukarnir vilja," sagði Einar. "Þeir standa svo aftarlega, biðu eftir okkur og við skutum mikið í hávörnina. Þar af leiðandi fengu þeir alltof mikið af hraðaupphlaupum. Við vorum aðeins of bráðir í sókninni." FH-ingar byrjuðu leikinn ágætlega en um miðjan fyrri hálfleik misstu þeir tökin á leiknum og Haukarnir tóku yfir. "Við vorum reknir út af tvisvar í röð og Haukarnir eru með það gott lið að þeir nýta sér það," sagði Einar. Hann segir erfitt að spila gegn hávaxinni og sterkri vörn Hauka. "Við erum kannski ekki með hæstu skytturnar en við ætluðum að reyna að hreyfa þá til áður en við fórum í aðgerðir. "Við náðum því einstaka sinnum og þá fengum við mörk en inni á milli vorum við alltof fljótir á okkur," sagði Einar sem skoraði sex mörk í leiknum. FH er í 8. sæti deildarinnar með einungis 12 stig. Einar segir að FH-ingar verði að fara vel yfir leikinn í kvöld og læra af því sem miður fór. "Þessi leikur er búinn og við þurfum að einbeita okkur að þeim næsta. Nú setjumst við bara niður saman og förum yfir hvað við ætlum að gera gegn Val í næstu umferð," sagði Einar að lokum.Janus Daði Smárason var markahæstur hjá Haukum.Vísir/Vilhelm
Olís-deild karla Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira