Verðtrygging skiptir engu máli Óli Kristján Ármannsson skrifar 8. desember 2015 07:00 Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, var tekinn tali í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 á sunnudagskvöld. Hann ræddi þar stöðu efnahagsmála, en var einnig spurður út í verðtrygginguna sem margir hafa illan bifur á. Fram kom í máli Steinþórs að bankarnir væru hvorki að reyna að koma í veg fyrir að verðtryggingin yrði bönnuð né afnumin. „Okkur er svo sem alveg sama með þessa verðtryggingu,“ sagði hann. „Við teljum bara mikilvægt að viðskiptavinirnir hafi val.“ Bankarnir eru nefnilega ekki að fara að gefa neinum peninga þótt bannað yrði að bjóða verðtryggð lán. Starfsemi þeirra gengur út á að geyma ýmist eða lána peninga og hafa af því tekjur um leið. Til að verja sig tapi í óstöðugu efnahagsumhverfi eru vextir bara hafðir hærri á óverðtryggðum lánum. Háir vextir eða sveiflur í vaxtastigi geta svo komið þeim í vandræði sem greiða þurfa af háu láni. Það búa ekki allir svo vel að ráða við að mánaðarlegar afborganir láns hækki um tugi þúsunda (og jafnvel meira) vegna verðbólguskots. Í hruninu bauðst þeim sem voru með þannig lán eða lán í erlendri mynt að festa afborgunina við einhverja viðráðanlega upphæð og bæta mismuninum „aftan á“ lánið, við höfuðstólinn. Eitthvað er lítill munur á þessu og verðtryggðu láni. Tilfellið er nefnilega að það er ekki verðtryggingin sem er vandamálið. Vandamálið er verðbólgan og hún verður seint afnumin eða bönnuð. Til að kljást við hana þarf ábyrga hagstjórn og hagstjórnartæki sem stuðla að stöðugleika, svo sem alþjóðlegan stöðugan gjaldmiðil sem tryggt getur fjárfestum, fyrirtækjum og almenningi stöðugt rekstrarumhverfi og fyrirsjáanleika. Að maður tali nú ekki um margfalt lægri vexti. Í því umhverfi sem okkur er búið, með íslenska krónu, væri algjört glapræði að banna verðtryggingu. Hún er nauðvörn til þess gerð að fólk missi ekki allt út úr höndunum í efnahagssveiflum. En með þeim tilkostnaði, vitanlega, að hér er margfalt kostnaðarsamara að skulda en í nágrannalöndunum, sem nota evru eða hafa bundið gjaldmiðil sinn við hana með samningi við Seðlabanka Evrópu. Í viðtalinu á Stöð 2 benti Steinþór líka á að í dag væru raunvextir af verðtryggðum lánum lægri en af óverðtryggðum. „Verðtryggingin léttir greiðslubyrðina en á móti kemur að eignamyndunin er mun hægari,“ sagði hann. „Við sem höfum kynnst verðbólgu í þessu landi – flest öll – erum svolítið mikið að velta fyrir okkur tvennu; hverjir eru raunvextirnir og hver er greiðslubyrðin.“ Þess vegna væru þeir margir sem veldu sér verðtryggð lán. Til að ráða við sveiflur afborgana óverðtryggðra lána þarf fólk að vera sterkefnað. Og þótt vel fari um þann hóp í því efnahagsumhverfi sem hér hefur verið komið á, er kannski orðið vel tímabært að hinir sem borga brúsann af kostnaðinum við krónuna, velti því fyrir sér í alvöru hvort ekki sé komið nóg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, var tekinn tali í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 á sunnudagskvöld. Hann ræddi þar stöðu efnahagsmála, en var einnig spurður út í verðtrygginguna sem margir hafa illan bifur á. Fram kom í máli Steinþórs að bankarnir væru hvorki að reyna að koma í veg fyrir að verðtryggingin yrði bönnuð né afnumin. „Okkur er svo sem alveg sama með þessa verðtryggingu,“ sagði hann. „Við teljum bara mikilvægt að viðskiptavinirnir hafi val.“ Bankarnir eru nefnilega ekki að fara að gefa neinum peninga þótt bannað yrði að bjóða verðtryggð lán. Starfsemi þeirra gengur út á að geyma ýmist eða lána peninga og hafa af því tekjur um leið. Til að verja sig tapi í óstöðugu efnahagsumhverfi eru vextir bara hafðir hærri á óverðtryggðum lánum. Háir vextir eða sveiflur í vaxtastigi geta svo komið þeim í vandræði sem greiða þurfa af háu láni. Það búa ekki allir svo vel að ráða við að mánaðarlegar afborganir láns hækki um tugi þúsunda (og jafnvel meira) vegna verðbólguskots. Í hruninu bauðst þeim sem voru með þannig lán eða lán í erlendri mynt að festa afborgunina við einhverja viðráðanlega upphæð og bæta mismuninum „aftan á“ lánið, við höfuðstólinn. Eitthvað er lítill munur á þessu og verðtryggðu láni. Tilfellið er nefnilega að það er ekki verðtryggingin sem er vandamálið. Vandamálið er verðbólgan og hún verður seint afnumin eða bönnuð. Til að kljást við hana þarf ábyrga hagstjórn og hagstjórnartæki sem stuðla að stöðugleika, svo sem alþjóðlegan stöðugan gjaldmiðil sem tryggt getur fjárfestum, fyrirtækjum og almenningi stöðugt rekstrarumhverfi og fyrirsjáanleika. Að maður tali nú ekki um margfalt lægri vexti. Í því umhverfi sem okkur er búið, með íslenska krónu, væri algjört glapræði að banna verðtryggingu. Hún er nauðvörn til þess gerð að fólk missi ekki allt út úr höndunum í efnahagssveiflum. En með þeim tilkostnaði, vitanlega, að hér er margfalt kostnaðarsamara að skulda en í nágrannalöndunum, sem nota evru eða hafa bundið gjaldmiðil sinn við hana með samningi við Seðlabanka Evrópu. Í viðtalinu á Stöð 2 benti Steinþór líka á að í dag væru raunvextir af verðtryggðum lánum lægri en af óverðtryggðum. „Verðtryggingin léttir greiðslubyrðina en á móti kemur að eignamyndunin er mun hægari,“ sagði hann. „Við sem höfum kynnst verðbólgu í þessu landi – flest öll – erum svolítið mikið að velta fyrir okkur tvennu; hverjir eru raunvextirnir og hver er greiðslubyrðin.“ Þess vegna væru þeir margir sem veldu sér verðtryggð lán. Til að ráða við sveiflur afborgana óverðtryggðra lána þarf fólk að vera sterkefnað. Og þótt vel fari um þann hóp í því efnahagsumhverfi sem hér hefur verið komið á, er kannski orðið vel tímabært að hinir sem borga brúsann af kostnaðinum við krónuna, velti því fyrir sér í alvöru hvort ekki sé komið nóg.