Sport

Þjálfari Gunnars að stofna nýtt bardagafélag

Kavanagh er þjálfari Gunnars Nelson.
Kavanagh er þjálfari Gunnars Nelson. vísir/getty
Írinn John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson og Conor McGregor, verður einn af forsprökkum nýs bardagafélags sem verður sett á stofn á næstunni.

Félagið, sem hefur ekki enn fengið nafn, mun njóta fjárhagslegs stuðnings Khalid bin Hamad Al Khalifa, fimmta sonar Bahreinkonungs.

Markmið félagsins er að safna saman framúrskarandi bardagamönnum, bæði ungum og efnilegum og þeirra sem eru lengra komnir í íþróttinni.

Það liggur fyrir að Rússarnir Eldar Eldarov, Khabib Nurmagomedov og Islam Makhachev verða með sem og tveir efnilegustu bardagakappar Írlands; James Gallagher og Frans Mlambo.

"Þetta er mjög spennandi verkefni fyrir MMA (blandaðar bardagalistir) og gefur viðkomandi bardagaköppum einstakt tækifæri til að ná lengra. Ég er þakklátur fyrir að vera hluti af þessu verkefni og möguleikarnir eru miklir," sagði Kavanagh í samtali við The42.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×