Árbót við Laxá í Aðaldal í höndum Fishing Partners Karl Lúðvíksson skrifar 10. febrúar 2015 11:01 Árbótarsvæðið í Laxá í Aðaldal er komið til FishPartners en á þessu svæði liggja oft stærstu laxar og urriðar Laxár. Með leyfunum fylgir veiðihús við Vörðuholt sem er hið glæislegasta en þar er gistiaðstaða fyrir 6 manns og allt til alls. Veiðistaðurinn Breiðeyri (að austanverðu) hefur nú bæst við veiðisvæðið, en það er með betri laxastöðum í ánni. Með þessari viðbót lengist svæðið um 700 metra og nær nú frá Merkjagili, á móts við Straumeyjar og niður að Bæjarklöpp. Silungsveiðin hefst 1. maí en besta urriðaveiðin er frá byrjun tímabilsinis og fram í byrjun júlí. Töluvert veiðist af þriggja til fimm punda urriða en inn á milli vega þeir átta pund og jafnvel meira. Í júlí mætir laxinn á svæðið og í ágúst má finna hann í hverjum hyl. Það er bráðnauðsynlegt að vera vopnaður bæði einhendum og tvúhendum þegar mætt er til veiða á þessu svæði og þegar kastað er fyrir lax er mælt með að taumarnir séu ekki undir 30 punda. Kvóti verður settur á urriða. Leyfilegt verður að hirða samtals fjóra urriða á dag, undir 40cm. Þar að auki verður aukin áhersla á skráningu allra fiska. Það er gert til að varpa betra ljósi á hversu gott veiðisvæði Árbótin er í raun. Skemmtilegt video er að finna hér af svæðinu hér. Fyrir frekari upplýsingar má senda póst á kristjan@fishpartner.com Stangveiði Mest lesið Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði 100 sm urriði úr Þingvallavatni Veiði Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði Veiðiflugur með hnýtingarnámskeið í janúar Veiði Árleg byssusýning Veiðisafnsins er um helgina Veiði Góður gangur í Fnjóská Veiði Gott framboð af skemmtilegri veiði hjá veiðileyfasölum Veiði Fyrstu fiskarnir komnir á land úr Þórisvatni Veiði Tími sjóbirtingsins að renna upp Veiði
Árbótarsvæðið í Laxá í Aðaldal er komið til FishPartners en á þessu svæði liggja oft stærstu laxar og urriðar Laxár. Með leyfunum fylgir veiðihús við Vörðuholt sem er hið glæislegasta en þar er gistiaðstaða fyrir 6 manns og allt til alls. Veiðistaðurinn Breiðeyri (að austanverðu) hefur nú bæst við veiðisvæðið, en það er með betri laxastöðum í ánni. Með þessari viðbót lengist svæðið um 700 metra og nær nú frá Merkjagili, á móts við Straumeyjar og niður að Bæjarklöpp. Silungsveiðin hefst 1. maí en besta urriðaveiðin er frá byrjun tímabilsinis og fram í byrjun júlí. Töluvert veiðist af þriggja til fimm punda urriða en inn á milli vega þeir átta pund og jafnvel meira. Í júlí mætir laxinn á svæðið og í ágúst má finna hann í hverjum hyl. Það er bráðnauðsynlegt að vera vopnaður bæði einhendum og tvúhendum þegar mætt er til veiða á þessu svæði og þegar kastað er fyrir lax er mælt með að taumarnir séu ekki undir 30 punda. Kvóti verður settur á urriða. Leyfilegt verður að hirða samtals fjóra urriða á dag, undir 40cm. Þar að auki verður aukin áhersla á skráningu allra fiska. Það er gert til að varpa betra ljósi á hversu gott veiðisvæði Árbótin er í raun. Skemmtilegt video er að finna hér af svæðinu hér. Fyrir frekari upplýsingar má senda póst á kristjan@fishpartner.com
Stangveiði Mest lesið Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði 100 sm urriði úr Þingvallavatni Veiði Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði Veiðiflugur með hnýtingarnámskeið í janúar Veiði Árleg byssusýning Veiðisafnsins er um helgina Veiði Góður gangur í Fnjóská Veiði Gott framboð af skemmtilegri veiði hjá veiðileyfasölum Veiði Fyrstu fiskarnir komnir á land úr Þórisvatni Veiði Tími sjóbirtingsins að renna upp Veiði