Laumufarþegar um borð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. maí 2015 08:56 Fjölmiðlafulltrúi FIFA tilkynnti blaðamönnum að um sorgardag væri að ræða á miðvikudag þegar fréttist að háttsettir menn í hreyfingunni hefðu verið handteknir. Meint mútuþægni allt aftur til ársins 1990 er til skoðunar. Dagurinn var hins vegar ekki sorglegur heldur gleðilegur enda löngu kominn tími á að spilling innan FIFA verði upprætt. Vafalítið er þó rétt byrjað að kroppa í skorpuna á snúðnum. Fréttirnar bárust tveimur dögum fyrir kosningu forseta FIFA sem fram fer í dag. Í boði er annars vegar jórdanskur prins, einn átta varaforseta FIFA, og hins vegar Sepp Blatter sem gegnt hefur embættinu frá 1998. Svisslendingurinn er 79 ára og verður því 82 ára þegar heimsmeistarakeppnin fer fram í Rússlandi árið 2018. Forveri Blatters í starfi, Brasilíumaðurinn Joao Havelange, var einnig 82 ára þegar hann lét af embætti 1998. Þeir félagar eiga því ekki aðeins sameiginlegt að hafa verið gjörspilltir á forsetastóli, eins og flest bendir til, heldur einnig að þekkja ekki vitjunartíma sinn. Blatter hefur í gegnum tíðina verið harðlega gagnrýndur fyrir kjánaleg ummæli samhliða ásökunum um spillingu. Hvernig á að auka veg kvennafótbolta? Þrengri stuttbuxur voru tillaga Svisslendingsins sem síðar hefur lýst sjálfum sér sem guðföður kvennaknattspyrnunnar. Endurtekið hafa formaður KSÍ og kollegar í álfunni fengið tækifæri til að gagnrýna Blatter. Þjóðum sem brjóta á mannréttindum er úthlutað HM, dauðir verkamenn á hverju strái í Katar, skýrslur sem sagðar eru sanna spillingu sem fá ekki að koma fyrir augu almennings, glórulaus ummæli. Lengi mætti telja. Aldrei var tækifærið nýtt. Það þarf að breyta til innan FIFA, það er alveg augljóst. Þetta er óþolandi staða sem við erum í,“ sagði Geir Þorsteinsson í gær eftir að hafa ákveðið að KSÍ færi að tillögu Michels Platini að kjósa prinsinn. Mjög eðlileg ummæli en mörgum árum eða áratugum of seint. Vagninn til að gagnrýna Blatter og spillinguna innan FIFA er löngu kominn á Árbæjarsafnið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein FIFA Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun
Fjölmiðlafulltrúi FIFA tilkynnti blaðamönnum að um sorgardag væri að ræða á miðvikudag þegar fréttist að háttsettir menn í hreyfingunni hefðu verið handteknir. Meint mútuþægni allt aftur til ársins 1990 er til skoðunar. Dagurinn var hins vegar ekki sorglegur heldur gleðilegur enda löngu kominn tími á að spilling innan FIFA verði upprætt. Vafalítið er þó rétt byrjað að kroppa í skorpuna á snúðnum. Fréttirnar bárust tveimur dögum fyrir kosningu forseta FIFA sem fram fer í dag. Í boði er annars vegar jórdanskur prins, einn átta varaforseta FIFA, og hins vegar Sepp Blatter sem gegnt hefur embættinu frá 1998. Svisslendingurinn er 79 ára og verður því 82 ára þegar heimsmeistarakeppnin fer fram í Rússlandi árið 2018. Forveri Blatters í starfi, Brasilíumaðurinn Joao Havelange, var einnig 82 ára þegar hann lét af embætti 1998. Þeir félagar eiga því ekki aðeins sameiginlegt að hafa verið gjörspilltir á forsetastóli, eins og flest bendir til, heldur einnig að þekkja ekki vitjunartíma sinn. Blatter hefur í gegnum tíðina verið harðlega gagnrýndur fyrir kjánaleg ummæli samhliða ásökunum um spillingu. Hvernig á að auka veg kvennafótbolta? Þrengri stuttbuxur voru tillaga Svisslendingsins sem síðar hefur lýst sjálfum sér sem guðföður kvennaknattspyrnunnar. Endurtekið hafa formaður KSÍ og kollegar í álfunni fengið tækifæri til að gagnrýna Blatter. Þjóðum sem brjóta á mannréttindum er úthlutað HM, dauðir verkamenn á hverju strái í Katar, skýrslur sem sagðar eru sanna spillingu sem fá ekki að koma fyrir augu almennings, glórulaus ummæli. Lengi mætti telja. Aldrei var tækifærið nýtt. Það þarf að breyta til innan FIFA, það er alveg augljóst. Þetta er óþolandi staða sem við erum í,“ sagði Geir Þorsteinsson í gær eftir að hafa ákveðið að KSÍ færi að tillögu Michels Platini að kjósa prinsinn. Mjög eðlileg ummæli en mörgum árum eða áratugum of seint. Vagninn til að gagnrýna Blatter og spillinguna innan FIFA er löngu kominn á Árbæjarsafnið.