Það vilja sennilega ekki margir hafa Rondu Rousey sem óvin en hún hefur komið eins og stormsveipur inn í UFC heiminn og þykir ein stærsta stjarnan í bransanum í dag.
Íslandsvinurinn Justin Bieber gerði þau mistök að neita yngri systur hennar um myndatöku fyrr á þessu ári og hefur Rousey ekki gleymt því.
Systir Rousey, sem er 16 ára, var stödd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor og hafði lítinn áhuga á því fólki sem var á svæðinu, fyrir utan einn gest sem fangaði athygli hennar og það var Justin Bieber.
Hún kom auga á stjörnuna þar sem hann var að leyfa æstum aðdáendum að taka myndir af sér. Ronda Rousey gekk upp að kanadísku poppstjörnunni og spurði hvort hann væri til í mynd af sér með litlu systur hennar. Svarið var einfalt; „Nei“.
Ronda Rousey hefur verið í miklum útistöðum við boxarann Floyd Mayweather í fjölmiðlum og það má fylgja sögunni að Bieber er stórvinur Mayweather.
Lífið