Sumarlegur Chiagrautur Rikka skrifar 13. júlí 2015 15:00 visir/asthildurb Ásthildur Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur og einkaþjálfari heldur úti matarblogginu Matur milli mála en þar er lögð áhersla á holla en einfalda matargerð. „Ég hef lengi verið mjög hrifin af chiafræjum en ég viðurkenni það alveg að fyrst þegar ég smakkaði þau þá fannst mér þau viðbjóður. Áferðin og hversu blaut þau voru var bara alls ekki að heilla mig. Mér finnst einmitt trixið vera að hafa ekki of mikinn vökva og nota t.d. heimagerða möndlumjólk til að bleyta upp í þeim þegar verið er að útbúa graut. Þá finnst mér grauturinn alveg jafngóður þótt hann sé blandaður kvöldinu áður eða að möndlumjólkinni og chiafræjunum sé blandað saman rétt áður en grauturinn er snæddu,“ segir Ásthildur á bloggi sínu.Sumarlegur ChiagrauturFyrir einnInnihald:1.5 msk chiafræ1/2 – 3/4 bolli heimagerð möndlumjólk, má vera keyptKanill – eftir smekk – ég nota talsvert mikið ca. 1 tsk.Bláber – fersk/frosinKiwiApríkósa – ferskFræin úr granataepliJarðarberMórber (mulberries)Aðferð:Chiafræin sett í skál og kanil stráð yfir. Möndlumjólkinni hellt yfir og blandað vel. Hér er hægt að láta skálina standa á borðinu á meðan þú græjar ávextina eða það sem þú ætlar að hafa í grautnum eða geyma skálina í ísskápnum og það þess vegna yfir nótt. Ávextirnir settir ofan á. Tilbúið! Svo er um að gera að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín og prófa sig áfram með hinar ýmsu útgáfur af grautnum. Morgunmatur Uppskriftir Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið
Ásthildur Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur og einkaþjálfari heldur úti matarblogginu Matur milli mála en þar er lögð áhersla á holla en einfalda matargerð. „Ég hef lengi verið mjög hrifin af chiafræjum en ég viðurkenni það alveg að fyrst þegar ég smakkaði þau þá fannst mér þau viðbjóður. Áferðin og hversu blaut þau voru var bara alls ekki að heilla mig. Mér finnst einmitt trixið vera að hafa ekki of mikinn vökva og nota t.d. heimagerða möndlumjólk til að bleyta upp í þeim þegar verið er að útbúa graut. Þá finnst mér grauturinn alveg jafngóður þótt hann sé blandaður kvöldinu áður eða að möndlumjólkinni og chiafræjunum sé blandað saman rétt áður en grauturinn er snæddu,“ segir Ásthildur á bloggi sínu.Sumarlegur ChiagrauturFyrir einnInnihald:1.5 msk chiafræ1/2 – 3/4 bolli heimagerð möndlumjólk, má vera keyptKanill – eftir smekk – ég nota talsvert mikið ca. 1 tsk.Bláber – fersk/frosinKiwiApríkósa – ferskFræin úr granataepliJarðarberMórber (mulberries)Aðferð:Chiafræin sett í skál og kanil stráð yfir. Möndlumjólkinni hellt yfir og blandað vel. Hér er hægt að láta skálina standa á borðinu á meðan þú græjar ávextina eða það sem þú ætlar að hafa í grautnum eða geyma skálina í ísskápnum og það þess vegna yfir nótt. Ávextirnir settir ofan á. Tilbúið! Svo er um að gera að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín og prófa sig áfram með hinar ýmsu útgáfur af grautnum.
Morgunmatur Uppskriftir Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið