Danny Lee sigraði eftir dramatískan lokahring á Greenbrier Kári Örn Hinriksson skrifar 5. júlí 2015 22:34 Danny Lee á lokahringnum. Getty. Lokahringuinn á Greenbrier Classic í kvöld var gríðarlega spennandi en hann endaði með því að fjórir kylfingar þuftu að fara í bráðabana um sigurinn.David Hearn, Kevin Kishner, Danny Lee og Robert Streb léku hringina fjóra á hinum aldargamla Old White TPC velli á 13 höggum undir pari og því þurfti að grípa til bráðabana á 18. holu sem er 160 metra par þrjú hola. Hearn og Lee fengu fugl á fyrstu holu í bráðabana og því þurfti að leika hina par fimm 17. holu. Þar fékk Hearn skolla en Lee par og því sigraði þessi 24 ára kylfingur frá Nýja-Sjálandi á sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni.Bubba Watson sem sigraði á mótinu í fyrra átti góða titilvörn en endaði jafn í 13. sæti á tíu höggum undir pari, þremur frá efsta sætinu. Þá var Tiger Woods á meðal þátttakenda en hann sýndi oft á tíðum góða takta og lék meðal annars lokahringinn á 67 höggum án þess að fá einn einasta skolla. Hann endaði í 32. sæti á sjö höggum undir pari og virðist aðeins vera að rétta úr kútnum eftir hræðilega byrjun á árinu. Fyrir sigurinn fékk Danny Lee rúmlega 130 milljónir í verðlaunafé ásamt þátttökurétt á PGA-mótaröðinni í tvö ár. Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Lokahringuinn á Greenbrier Classic í kvöld var gríðarlega spennandi en hann endaði með því að fjórir kylfingar þuftu að fara í bráðabana um sigurinn.David Hearn, Kevin Kishner, Danny Lee og Robert Streb léku hringina fjóra á hinum aldargamla Old White TPC velli á 13 höggum undir pari og því þurfti að grípa til bráðabana á 18. holu sem er 160 metra par þrjú hola. Hearn og Lee fengu fugl á fyrstu holu í bráðabana og því þurfti að leika hina par fimm 17. holu. Þar fékk Hearn skolla en Lee par og því sigraði þessi 24 ára kylfingur frá Nýja-Sjálandi á sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni.Bubba Watson sem sigraði á mótinu í fyrra átti góða titilvörn en endaði jafn í 13. sæti á tíu höggum undir pari, þremur frá efsta sætinu. Þá var Tiger Woods á meðal þátttakenda en hann sýndi oft á tíðum góða takta og lék meðal annars lokahringinn á 67 höggum án þess að fá einn einasta skolla. Hann endaði í 32. sæti á sjö höggum undir pari og virðist aðeins vera að rétta úr kútnum eftir hræðilega byrjun á árinu. Fyrir sigurinn fékk Danny Lee rúmlega 130 milljónir í verðlaunafé ásamt þátttökurétt á PGA-mótaröðinni í tvö ár.
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira